Veđurstofa Íslands
Eftirlits- og spásviđ

Jarđskjálftar í júlí 2010

[Fyrri mán.] [Nćsti mán.] [Ađrir mánuđir og vikur] [Jarđvárvöktun]

Upptök jarđskjálfta á Íslandi í júlí 2010. Rauđir hringir tákna jarđskjálfta.
Á kortinu eru einnig sýnd eldstöđvakerfi (Páll Einarsson og Kristján Sćmundsson, 1987).

Jarđskjálftar á Íslandi í júlí 2010

Um 1500 jarđskjálftar voru stađsettir međ SIL mćlakerfi Veđurstofunnar í júlí. Stćrsti atburđur mánađarins var skjálftahrina norđan viđ Grímsey, sem hófst 22. júlí.

Skjálftavirkni á Reykjaneshrygg var lítil og dreifđ. Helst má nefna sex skjálfta í smáhrinu norđvestur af Geirfugladrangi, um 35 kílómetra frá landi, ţann 3. júlí. Stćrđ skjálftanna var á bilinu 1,2 til 2,1. Á Reykjanesskaga var nokkur smáskjálftavirkni í kringum Krýsuvík. Síđustu daga mánađarins mćldust einnig um 20 skjálftar viđ Bláfjöll, sá stćrsti var 2,9 stig.

Viđvarandi smáskjálftavirkni var viđ Raufarhólshelli og á suđurhluta Krosssprungunnar, ţar sem mćldust nokkrir tugir smáskjálfta. Á Suđurlandsundirlendinu mćldust einnig nokkrir tugir smáskjálfta á víđ og dreif. Í vestara gosbeltinu mćldust nokkrir skjálftar undir Ţórisjökli og Geitlandsjökli. Á annan tug smákjálfta dreifđust suđur af Langjökli. Einn skjálfti, 2,3 ađ stćrđ, mćldist undir Hofsjökli.

Um 30 smáskjálftar mćldust undir Eyjafjallajökli í júlí. Flestir voru innan viđ einn ađ stćrđ, grunnir og áttu upptök undir eđa sunnan viđ toppgíg eldstöđvarinnar eins og í júní. Fjöldi skjálfta voru stađsettir í vestanverđum Mýrdalsjökli, allir innan viđ tvö stig ađ stćrđ. Nokkrir mćldust innan Mýrdalsjökulsöskjunnar, stćrstu rúmlega tvö stig. Nokkur smáskjálftavirkni var á Torfajökulssvćđinu. Einn skjálfti varđ norđur af Surtsey og einn norđvestan viđ Vestmannaeyjar, báđir innan viđ tveir ađ stćrđ.

Ísskjálftar mćldust í Brúarjökli, Skeiđarárjökli og víđar í Vatnajökli. Flestir jarđskjálftar undir jöklinum, eins og undanfarna mánuđi, voru viđ Bárđarbungu eđa hátt í 60. Stćrsti skjálftinn var tćplega ţrjú stig. Nokkur virkni var einnig undir Grímsvötnum og Lokahrygg.

Á Herđubreiđar- og Öskjusvćđinu var mesta virknin undir Herđubreiđartöglum. Ţar voru stađsettir hátt í 100 skjálftar, sá stćrsti 2,5 stig. Nokkrir smáskjálftar mćldust norđan viđ Hlaupfell.

Úti fyrir Norđurlandi voru stađsettir um 600 skjálftar, en ţar kvađ mest ađ hrinu, sem varđ um 10-12 kílómetrum fyrir norđan Grímsey. Hrinan hófst síđdegis 22. júlí og mćldust alls um 300 skjálftar. Stćrsti skjálftinn varđ ađ morgni 23. júlí, 4,0 stig ađ stćrđ. Virkni var á svćđinu út mánuđinn og fram í ágúst. Annars stađar á Tjörnesbrotabeltinu voru minni hrinur smáskjálfta, svo sem suđaustan viđ Grímsey, í Öxarfirđi og viđ Flatey. Ţá var nokkuđ af smáskjálftum viđ Ţeistareyki og Kröflu.

Eftirlitsfólk í júlí: Gunnar B. Guđmundsson, Bergţóra S. Ţorbjarnardóttir, Sigţrúđur Ármannsdóttir, Einar Kjartansson og Hjörleifur Sveinbjörnsdóttir.