Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100111 - 20100117, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 280 jarðskjálftar mældust í vikunni og var mesta virknin í Eyjafjallajökli og þar varð stærsti skjálfti vikunnar sem reyndist vera tæp þrjú stig.

Suðurland

Á Kross-sprungunni mældust ríflega 30 smáskjálftar, 10 undir Hjallahverfi í Ölfusi og nokkrir sem dreifðust um Suðurlandið.

Reykjanesskagi

Lítil virkni var á Reykjanesskaga og fimm skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2,3 stig.

Norðurland

Rúmlega 70 skjálftar mældust á og úti fyrir Norðurlandi. Stærsti skjálftinn varð úti fyrir mynni Skagafjarðar aðfararnótt föstudagsins, 15. janúar og var hann 2,6 stig. Í Axarfirði mældust 32 skjálftar og litlu færri við Grímsey.

Hálendið

Rúmlega 20 skjálftar mældust í Vatnajökli og þar af ríflega helmingurinn undir Bárðarbungu. Við Kistufell urðu sex skjálftar og undir Lokahrygg mældust fimm skjálftar, sá stærsti 2,4 stig og var það stærsti skjálftinn í jöklinum.
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 32 skjálftar, flestir norðan Upptyppinga. Stærsti skjálftinn var 1,6 stig. Einn smáskjálfti varð í Geitlandsjökli í Langjökli og annar um fjórum kílómetrum suðvestan Þórisjökuls.

Mýrdalsjökull

Sjö skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, fjórir í vesturjöklinum en þrír innan öskjunnar þar sem stærsti skjálftinn varð laust fyrir miðnætti á fimmtudegi, en hann var 2,5 stig og á fimm kílómetra dýpi.
Í Eyjafjallajökli hélt virknin áfram frá síðustu viku og mældust þar 74 skjálftar þessa vikuna. Mest var virknin fyrri hluta vikunnar í norðurhluta jökulsins en færðist til suðurs þegar leið á vikuna. Stærsti skjálftinn var 2,8 stig og varð í norðurjöklinum að morgni þriðjudagsins 12. janúar. Þetta var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar.

Sigþrúður Ármannsdóttir