| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20100125 - 20100131, vika 04

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru 264 jarðskjálftar staðsettir og nokkrar óstaðfestar sprengingar. Skjálftahrinan austur af Grímsey hélt áfram fyrstu dagana og virkni mældist áfram undir Eyjafjallajökli alla vikuna.
Suðurland
Lítil skjálftavirkni mældist á Suðurlandi. Á annan tug smáskjálfta voru staðsettir á Krosssprungunni. Aðeins fáeinir skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu.
Reykjanesskagi
Nánast engin skjálftavirkni mældist á Reykjanesskaganum. Á Reykjaneshrygg mældust samtals tíu skjálftar við Eldey, Geirfuglasker og Eldeyjarboða.
Norðurland
Skjálftahrinan sem hófst 18. janúar austan við Grímsey hélt áfram fyrstu daga vikunnar. Um 80 skjálftar mældust, þar af 65 miðvikudaginn 27. janúar. Stærstu skjálftarnir voru um 2,5 stig. Önnur virkni norður af landinu var lítil og dreifð.
Hálendið
Um tuttugu jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli. Mesta virknin var milli Bárðarbungu og Kistufells. Einnig mældust nokkrir skjálftar við Grímsvötn.
Svipaður fjöldi mældist norðan við Vatnajökul, við Öskju og Herðubreið.
Tveir smáskjálftar mældust á Kröflusvæðinu.
Mýrdals- og Eyjafjallajökull
Um tíu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir við Goðabungu. Virknin undir Eyjafjallajökli hélt áfram og voru yfir 70 skjálftar staðsettir í vikunni.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir