Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100208 - 20100214, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Á fimmta hundrað jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni.

Suðurland

Við Húsmúla á Hengilssvæðinu mældust 14 jarðskjálftar, flestir þann 13. febrúar. Þeir komu fram líklega vegna niðurdælingatilraunar í borholu sem hófst um helgina.

Á Kross-sprungunni mældust fáeinir jarðskjálftar og einnig við Ingólfsfjall.

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Í byrjun vikunnar voru jarðskjálftahrinur nyrst á Reykjaneshryggnum. Síðdegis mánudaginn 8. febrúar hófst jarðskjálftahrina suðvestan við Eldey sem stóð fram á þann 9. febrúar. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var að stærð 3,5, kl. 22:08 þann 8. febrúar. Aðfaranótt 9. febrúar varð smáhrina við Geirfugladrang. Þann 10. febrúar kom svo skjálftahrina norðaustan við Eldey, við Húllið. Flestir jarðskjálftarnir voru í þeirri hrinu og einnig sá stærsti sem var 3,8 stig og varð kl. 17:21 þann 10. febrúar. Sá jarðskjálfti fannst vel á Bláfeldi á Snæfellsnesi. Frumniðurstöður með afstæðum staðsetningum bendir til þess að jarðskjálftahrinan við Húllið hafi haft brotflöt með stefnu N45°A og halla um 80° til norðvesturs.

Aðeins einn jarðskjálfti mældist á Reykjanesinu. Fáeinir smáskálftar voru við Kleifarvatn. Tveir smáskjálftar voru suður af Bláfjöllum þann 12. feb. og þrír suðaustur af Bláfjöllum rétt fyrir miðnætti þann 14. febrúar.

Norðurland

Mánudaginn 8. febrúar var smáhrina norður af Tjörnesi. Sunnudaginn 14. febrúar var jarðskjálftahrina um 7 km norðaustur af Grímsey. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu var 3,2 stig kl. 15:25.
þann 11. febrúar kl. 16:28 var skjálfti að stærð 2,5 á Kolbeinseyjarhrygg, um 180 km norðaustur af Kolbeinsey.

Hálendið

Frá 8.-13. febrúar mældust 40 jarðskjálftar með upptök við Tvídægru í Borgarfirði. Stærsti jarðskjálftinn mældist 2,4 stig þann 10. febrúar kl. 21:22.

Undir Vatanjökli var mesta skjálftavirknin við Bárðarbungu. Í Grísmvötnum mældust 3 jarðskjálftar og einnig voru skjálftar við Kverkfjöll og Kistufell.

Við Trölladyngju voru 3 jarðskjálftar. Einnig voru skjálftar við Öskju, Herðubreið og Hlaupfell.

Mýrdalsjökull

Undir Eyjafjallajökli mældust um 50 jarðskjálftar. Þar af mældust 42 frá föstudegi og fram á sunnudag. Upptök þeirra voru aðallega austan við toppgíginn og suður af honum, við Fellshaus. Stærsti jarðskjálftinn mældist 2,1 stig þann 13. febrúar kl. 16:17.
Fáeinir smáskjálftar voru undir Mýrdalsjökli.

Gunnar B. Guðmundsson