| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20100222 - 20100228, vika 08

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 557 skjálftar. Helst ber að nefna skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, en þar voru staðsettir 312 skjálftar. Í Bárðarbungu mældust 69 skjálftar og við Grímsey 48 skjálftar.
Stærsti skjálftinn sem mældist í vikunni var við Jan Mayen og var hann af stærðinni 4,9 og má lesa meira um hann á vefsíðu emsc-csem.
Suðurland
Alls mældust 49 skjálftar. Allir mjög litlir, en enginn þeirra náði stærðinni tveim. Mest var virknin á Kross-sprungunni (þar sem kennd er við bæinn Kross, eftir suðurlandsskjálftann 2008), en þar mælust 21 skjálfti.
Reykjanesskagi
Við Kleifarvatn mældust 7 skjálftar og 10 skjálftar út á Reykjaneshrygg.
Norðurland
Á Norðurlandi og norður af landinu mældust 73 skjálftar. Mest var virknin við Grímsey, þar voru staðsettir 48 skjálftar. Í Öxarfirði mældust 11 skjálftar.
Hálendið
Í Vatnajökli var töluverð virkni, en þar voru staðsettir 76 skjálftar. Mest var virknin við Bárðarbungu, en þar mældust 69 skjálftar. Við Kverkfjöll mældust 6 skjálftar. Á svæðinu við Öskju, Upptyppinga og Herðubreið mældust 17 skjálftar. Sunnan við Langjökul mældust 5 skjálftar.
Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull
Virknin í Mýrdalsjökli var ekki mikil, en í Eyjafjallajökli jókst virknin heldur miðað við vikurnar á undan, en frá áramótum hefur virknin verið töluverð í jöklinum. Í þessari viku voru staðsettir þar 312 skjálftar.
Það varð vart við nokkra skjálfta til viðbótar, en vegna smæðar var ekki unnt að staðsetja þá nægilega vel, en smáskjálftavirkni jókst mikið í vikunni og eru margir skjálftanna aðeins u.þ.b. af stærðinni núll og sumir minni.
GPS mælingar við Eyjafjallajökul sýna einnig að jökullinn hefur verið að þenjast út, en þetta má sjá vel á stöðinni við Þorvaldseyri (THEY), en sá mælipunktur hefur færst rúma 3 sentimetra á árinu til suðurs.
Hjörleifur Sveinbjörnsson