Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100301 - 20100307, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan einkenndist af mikilli jarðskjálftavirkni, en skjálftar voru þó allir frekar smáir. Í byrjun vikunnar gekk yfir hrina djúpra jarðskjálfta rétt norðan við Öskju. Aðfararnótt fimmtudags hófst öflug smáskjálftahrina undir Eyjafjallajökli, sem hélst út vikuna. Nokkur virkni var auk þess undir norðvestanverðum Vatnajökli, auk skjálfta á hefðbundnum skjálftasvæðum svo sem Tjörnesbrotabeltinu og á Suðurlandi. Stærstu skjálftarnir urðu að stærð 2,9 undir Eyjafjallajökli.

Reykjanesskagi

Fimm jarðskjálftar af stærð 1,5-2,5 voru staðsettir á Reykjaneshrygg um 30-40 kílómetra út af Reykjanestá. Tveir skjálftar mældust í Víkum, austur af Reykjanestá, einn við Fagradalsfjall og nokkrir við Kleifarvatn.

Suðurland

Fimmtán jarðskjálftar mældust á Krosssprungunum í Ölfusi og Flóa og einn skjálfti mældist í Hengli. Einn skjálfti mældist í Hraungerðishreppi, tveir á Hestvatnssprungunni og einn við Bjólfell. Þessir skjálftar voru allir undir 2 að stærð.

Norðurland

Á þriðja tug skjálfta mældist á Norðurlandi og í Tjörnesbrotabeltinu, flesti austur af Grímsey. Fimm skjálftanna mældust í Öxarfirði, einn við Húsavík og þrír norður af Siglunesi. Einn skjálfti mældist í Bjarnarflagi einn við Kaldbak og nokkrir úti fyrir Skjálfandaflóa. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 í Öxarfirði.

Hálendið

Tveir jarðskjálftar mældust undir vestanverðum Langjökli og tveir skjálftar á milli Skjaldbreiðar og Hlöðufells. Einn skjálfti mældist við Langasjó og einn norðan Tungnafellsjökuls. Undir Vatnajökli mældust 33 jarðskjálftar, við Grímsvötnum og Háubungu, á Lokahrygg og norðan við Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn, af stærð 2,7, mældist undir Háubungu. Nokkrir jarðskjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir af stærð undir 1. Nokkrir smáskjálftar mældust í Öskju. Íbyrjun vikunnar varð hrina skjálfta norður af Öskju. Þeir mældust á 20-23 kílómetra dýpi, sá stærsti af stærð 1,7. Virknin var mest aðfararnótt þriðjudags og nokkur órói fylgdi hrinunni.

Mýrdalsjökull

Undir Eyjafjallajökli var vaxandi virkni í byrjun vikunnar og aðfararnótt fimmtudags hófst þar hrina og mældust þegar mest lét allt að 2-3 skjálftar á mínútu. Virknin var mest frá fimmtudegi og fram á laugardag, en aðfararnótt sunnudags fór heldur að draga úr skjálftum. Stærstu skjálftarnir náðu stærð 2,8-2,9. Virknin heldur áfram með um 20-50 skjálfta á klukkutíma að meðaltali.

1. mars: Þó nokkur smáskjálftavirkni er undir Eyjafjallajökli. Nokkrar smáhrinur af djúpum skjálftum hafa orðið norðan við Öskju núna seinni part dags.

2. mars: Kröftug óróahviða norðan Öskju kom fram á mælum í nótt. Þeir skjálftar, sem hægt er að staðsetja, lenda á um 20 km dýpi. Virknin hélt áfram fram að hádegi, en eftir hádegi hefur aftur verið rólegt. Sífelld smáskjálftavirkni er enn undir Eyjafjallajökli, flestir skjálftanna sjást aðeins á tveimur stöðvum, sem gerir staðsetningar þeirra ónákvæmar. Best staðsettu skjálftarnir á árinu

Best staðsettu skjálftarnir 3.-5. mars

Bestu afstæðu staðsetningarnar 3.-4. mars

Steinunn S. Jakobsdóttir