Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100322 - 20100328, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 418 jarðskjálftar á landinu og umhverfis það. Mesta virknin var undir Eyjafjallajökli í tengslum við gosið á Fimmvörðuhálsi. Stærsti skjálftinn var suðvestur af Reykjanesi, 2,9 stig.

Suðurland

Nokkrir skjálftar mældust á Krosssprungunni og við Hestfjall, allir litlir.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga var rólegt, nokkrir skjálftar urðu í Núpshlíðarhálsi sunnanverðum, sá stærsti 2,0 stig. Á Reykjaneshrygg mældust tveir skjálftar um 95 kílómetra suðvestur af Reykjanesi, 2,9 og 2,8 stig. Tveir minni skjálftar voru nær landi.

Norðurland

Austan við Grímsey urðu tveir skjálftar að stærð 2,3 stig, auk nokkurra minni. Í Öxarfirði mældist stærsti skjálftinn 2,0, einnig var sá stærsti úti fyrir Eyjafirði 2,0 stig.

Hálendið

Í Vatnajökli norðvestanverðum var allnokkur skjálftadreif. Stærsti skjálftinn 2,5 stig var við Hamarinn, við Kistufell og skammt norðan við Grímsfjall urðu skjálftar sem voru 2,2 stig. Við Herðubreið og Öskju mældust smáskjálftar, sá stærsti 1,9 við Öskju. Þá voru nokkrir skjálftar staðsettir við Rauðfossafjöll, sá stærsti 2,2 stig.

Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull

Gosið á Fimmvörðuhálsi, sem hófst í fyrri viku stóð alla vikuna. Verulega dró úr skjálftavirkni eftir að gosið braust út, frá því sem var í aðdraganda þess. Mest var virknin undir austanverðum Eyjafjallajökli og voru skjálftarnir heldur grynnri en fyrr eða á 2-4 kílómetra dýpi. Einn skjálfti náði stærðinni 2,7 og nokkrir til viðbótar voru stærri en 2. Í Mýrdalsjökli mældust tveir litlir skjálftar í vesturjöklinum nærri Goðabungustöðinni, en Katla hélt sig til hlés.

Þórunn Skaftadóttir