| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20100614 - 20100620, vika 24

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Tæplega 300 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Hvergi var mjög mikil virkni og stærstu skjálftarnir voru innan við 2,5 stig.
Suðurland
Einhver smáskjálftavirkni var við Raufarhólshelli og á suðurhluta Krosssprungunnar.
Lítil skjálftavirkni var á Suðurlandsundirlendinu í vikunni.
Reykjaneshryggur og -skagi
Einn skjálfti var við Eldey og um 20 við Eldeyjarboða og Geirfugladrang. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega tvö stig.
Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir við Fagradalsfjall og Kleifarvatn, allir innan við einn að stærð.
Norðurland
Um 50 skjálftar voru staðsettir norðan við landið, sem er lítil virkni. Þeir voru dreifðir og litlir, sá stærsti tvö stig.
Nokkrir skjálftar mældust við Mývatn og Kröflu, allir undir tveimur stigum að stærð.
Hálendið
Nokkur skjálftavirkni var undir Vatnajökli, mest við Kistufell. Stærstu skjálftarnir voru 2,0-2,4 stig. Hlaup í Skaftá hófstá sunnudaginn 20. júní.
Skjálftar mældust við Öskju og Herðubreið, allir innan við tvö stig að stærð.
Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull
Á fjórða tug smáskjálfta (flestir innan við einn að stærð) mældust undir Eyjafjallajökli í vikunni, flestir á litlu dýpi.
Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir við Goðabungu í vestanverðum Mýrdalsjökli og einnig innan öskjunnar.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir