Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100621 - 20100627, vika 25

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust alls 300 skjálftar. Stærsti skjálftinn, af stærð Ml 3,5, mældist á sunnudag um 30 km austsuðaustur af Grímsey. Af þessum 300 skjálftum náðu 125 stærð yfir Ml 1,0. Á þriðjudagsmorgun mældust fjórir skjálftar um 200 km norður af Kolbeinsey. Tveir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg í vikunni og einn við Reykjanestá.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust 8 smáskjálftar, allir undir Ml 1 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust við Bláfjöll.

Suðurland

Fjöldi smáskjálfta mældist á Krosssprungunni í Ölfusi og norður af Hveragerði. Stærstu skjálftarnir mældust af stærð Ml 1,6 við Ingólfsfjall og af stærð Ml 1,2 við Hjallahverfið.

Norðurland

Á sunnudag varð hrina jarðskjálfta um 30 km austsuðaustur af Grímsey. Stærsti skjálftinn mældist klukkan 16:07 af stærð Ml 3,5. Alls mældust um 40 skjálftar á þessu svæði. Á sunnudag mældust líka 19 skjálftar um miðja vegu á milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar, sá stærsti af stærð Ml 2,5.

Hálendið

Skjálfti af stærð Ml 1 mældist undir suðvestanverðum Langjökli, nálægt Hafrafelli. Fimm skjálftar á stærðarbilinu Ml 1,0 - Ml 1,9 mældust á Torfajökulssvæðinu. Við norðanverða Bárðarbungu mældust 6 skjálftar. Sá stærsti að stærð 3,2 varð rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. Þrír skjálftar, sá stærsti Ml 2,3, mældust við Lokahrygg og 5 skjálftar mældust við Kistufell. Fyrri hlut vikunnar mældust þrír skjálftar við Kverkfjöll. Um 30 smáskjálftar mældust í kringum Herðubreið, Herðubreiðartögl og allt austur að Álftadalsdyngju. Skjálftarnir voru allir undir Ml 1 að stærð.

Mýrdalsjökull

Í vikunni mældust 24 smáskjálftar undir Eyjafjallajökli og einn norður af jöklinum, flestir grunnir. Skjálftarnir voru allir minni en Ml 1. Við Goðabungu í Mýrdalsjökli mældust 20 smáskjálftar. Aðeins einn þeirra náði stærð yfir Ml 1. Skjálftarnir eru erfiðir í staðsetningu og dreifast því nokkuð um á kortinu.

Steinunn S. Jakobsdóttir