Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100628 - 20100704, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 250 jarðskjálftar mældust í vikunni og 4 líklegar sprengingar. Stærsti jarðskjálftinn á landinu mældist 3,1 með upptök um 10 km norðaustur af Bárðarbungu.

Suðurland

Fáeinir smáskjálftar mældust í Ölfusinu, Flóa, við Hestfjall og í Holtum. Stærsti skjálftinn var um 1,8 að stærð með upptök við Hraungerði í Flóanum. Á Hengilssvæðinu voru einnig fáeinir skjálftar allir minni en 1,4 að stræð.

Reykjanesskagi

Þann 3. júlí mldust 6 jarðskjálftar um 10 km norðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Tveir skjálftar mældust við Geirfugladrang og Eldey. Stærsti skjálftinn á norðanverðu Reykjaneshryggnum var 1,8 að stærð um 20 km suðvestur af Eldeyjarboða.

Á Reykjanesskaganum mældust fáeinir skjálftar við Krísuvík þann 3. júlí. Sá stærsti um 1,2 stig að stærð.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust 50 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn var þann 2. júlí kl. 04:06 með upptök tæplega 40 km norðvestur af Grímsey.
Þann 3. júlí var smáskjálftahrina um 9 km suðaustur af Flatey á Skjálfanda. Stærsti skjálftinn í hrinuni var 2,4 stig.
Smáhrina var einnig í Skjálfandadjúpi, um 20 km austan við Grímsey dagana 28.-29. júní með stærsta skjálfta um 2,4 stig.

Nokkrir smáskjálftar mældust við Þeistareyki og Kröflu.

Hálendið

Hlaup úr Eystri-Skaftárkatlinum byrjaði að koma fram á vatnamæli við Sveinstind um kl. 1 aðfaranótt 27. júní í framhaldi af hlaupi úr vestari katlinum. Vatnamælirnn við Sveinstind sýndi hámark í rennsli um hádegisbilið þann 28.6.
Óróahviður 28. júní, 29. júní frá katlinum mældust víða á jarðskjálftamælum .

Undir Vatnajökli mældust um 40 jarðskjálftar. Þar af voru um 15 jarðskjálftar austur af Bárðarbungu og 13 jarðskjálftar austan við Hamarinn. Stærsti skjálftinn mældist 3,1 með upptök um 10 km norðaustur af Bárðarbungu þann 28. júní kl. 02:23.
Þrír jarðskjálftar mældust um 3.5 km vestur af Grímsfjalli þann 4. júlí milli kl. 13:03 til 13:09. Stærsti skjálftinn þar var 1,9 stig að stærð.

Um 20 jarðskjálftar mældust við Öskju og Herðubreið.

Einn skjálfti mældist í Þórisjökli og 2 í Geitlandsjökli.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust um 40 jarðskjálftar nær allir undir vesturhluta hans við Goðabungu. Stærsti jarðskjálftinn þar var um 2 að stærð.

Undir Eyjafjallajökli mældust 19 jarðskjálftar. Flestir suðvestan við toppgíginn. Nær allir skjálftarnir voru á grunnu dýpi og stærsti skjálftinn var um 1 stig að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson