Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100705 - 20100711, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 300 skjálftar mældust í vikunni. Mesta virknin var norðan Vatnajökuls. Stærsti skjálfti vikunnar varð undir Bárðarbungu og var hann tæp þrjú stig að stærð.

Suðurland

Tæplega 20 smáskjálftar mældust í Ölfusi þar af helmingurinn á Kross-sprungunni. Þess utan voru nokkrir á Hengilssvæðinu og á Suðurlandsundirlendinu.

Reykjanesskagi

Um 25 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum og voru þeir allir innan við 2 stig að stærð. Flestir urðu þeir við Kleifarvatn en þar hófst smáhrina að sunnudagsmorgni 11. júlí og stóð hún fram eftir degi. Enginn skjálfti mældist á Reykjaneshrygg þessa vikuna.

Norðurland

Á fimmta tug skjálfta mældist á og úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Í Öxarfirði mældust 15 skjálftar og var sá stærsti 2 stig að stærð. Nokkrir skjálftar urðu í nágrenni Flateyjar og fremur rólegt var við Grímsey. Einn skjálfti mældist við Kolbeinsey og var hann 2,4 stig og var það stærsti skjáflti sem mældist í vikunni úti fyrir Norðurlandi. Einn smáskjálfti mældist við Kröfu og tveir við Þeistareyki.

Hálendið

Ríflega 20 skjálftar mældust undir Vatnajökli, flestir við Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn í jöklinum var einmitt þar og var hann 2,8 stig. Sá skjálfti var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar á landinu öllu. Einn skjálfti mældist tæpum tveimur kílómetrum sunnan við Grímsfjall á föstudagsmorgni 9. júlí og var hann 1,6 stig að stærð. Þrír smáskjálftar urðu á Lokahrygg, nokkrir í Brúarjökli og einn sunnan Öræfajökuls. Tæplega 80 skjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls, þar af um 60 undir Herðubreiðartöglum. Þar hófst skjálftahrina á laugardegi og stóð hún út sunnudaginn. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 2,5 stig. Einn skjálfti mældist í norðvesturhluta Hofsjökuls og var hann rúmlega tvö stig að stærð. Einn smáskjálfti mældist í Eystri-Hagafellsjökli í Langjökli og nokkrir sunnan hans.

Mýrdalsjökull

Tæplega 60 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir í vesturjöklinum. Sex skjálftar mældust innan öskjunnar og var sá stærsti 1,4 stig að stærð. Stærsti skjálftinn í jöklinum var um tvö stig og var hann við Goðabungu. Undir Eyjafjallajökli mældust sex jarðskjálftar og voru þeir allir á litlu dýpi og innan við eitt stig að stærð. Tveir smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Á fimmtudagskvöldið varð jarðskjálfti sem mældist 2,2 stig um fjórum kílómetrum vestan við Vestmannaeyjar.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir, Sigþrúður Ármannsdóttir