Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100712 - 20100718, vika 28

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 284 jarðskjálftar.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust 8 skjálftar og 44 á Suðurlandsskjálftabeltinu, allir litlir.

Reykjanesskagi

Í nágrenni Krýsuvíkur mældust 25 skjálftar og fjórir á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Við Þeistareyki mældust 18 jarðskjálftar og 8 í nágrenni Kröfluvirkjunar. Í Tjörnesbrotabeltinu og Axarfirði mældust 68 jarðskjálftar, allir minni en tveir að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í vikunni var um 80 km norður af Kolbeinsey, 2,7 að stærð.

Hálendið

Undir og nærri Herðubreiðartöglum mældust 33 skjálftar, þar af þrír skjálftar á 22 km dýpi rétt vestan við Upptyppinga. Undir Vatnajökli mældust 33 skjálftar, þeir stærstu voru 2,2 að stærð, undir Bárðarbungu og Gjálp. Tveir skjálftar mældust við Þórisjökul.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 22 litlir skjálftar, allir undir vesturhluta jökulsins. Undir Eyjafjallajökli mældust 10 skjálftar, allir undir einum að stærð.

Einar Kjartansson