Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100726 - 20100801, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 300 skjálftar voru staðsettir í vikunni, þar af voru rúmlega 100 skjálftar við Grímsey, en þar hófst skjálftahrina seinni part fimmtudagsins, 22. júlí. Þegar leið á vikuna dró mjög úr virkninni þar.

Suðurland

Tiltölulega rólegt var á Suðurlandi, en um 30 skjálftar mældust þar í vikunni. Rúmlega 3km norður af Surtsey mældist einn skjálfti.

Reykjanesskagi

Ekki var mikil virkni á Reykjanesskaganum, kl. 12:47, þann 29. júlí, hófst skjálftahrina við Bláfjöll með skjálfta af stærðinni 2,9. Í kjölfarið fylgdu 14 skjálftar þann daginn og 6 skjálftar næstu þrjá daga á eftir.
Við Kleyfarvatn mældust 8 skjálftar og út á Reykjaneshrygg þrír skjálftar.

Norðurland

Mest var virknin um 14km NNA af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina seinnipart fimmtudagsins, 22. júlí. Þann 26. júlí mældust stærstu skjálftarnir á þessu svæði í vikunni, einn var 2,9, tveir voru 3,1 og einn 3,2 af stærð.

Hálendið

Ekki mikil virkni var á hálendinu, en í SV hluta Langjökuls er Geitlandsjökull og mældust 4 skjálftar rétt norðan við hann. Einn skjálfti mældist við Fjórðungsöldu á Kili. Einn skjálfti var við Öskju, 6 skjálftar kringum Herðubreiðartögl og 10 skjálftar mældust um 5km N af Upptyppingum.
Í Vatnajökli var virknin ekki mikil en nokkuð dreifð, en við Bárðarbungu mældust 5 skjálftar, tveir við Hamarinn, þrír við Skaftárkatlana, þrír við Grímsfjall og tveir skjálftar í Háubungu.

Mýrdalsjökull

Í og við Mýrdalsjökul voru staðsettir 18 skjálftar í vikunni og tveir skjálftar í Eyjafjallajökli. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli eykst jafnan um þetta leiti sökum bráðnunar jökulsins yfir sumartímann.

Hjörleifur Sveinbjörnsson