Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100802 - 20100808, vika 31

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 278 jarðskjálftar í viku 31. Stærsti skjálftinn, Ml 3,3, mældist norður af Grímsey og annar skjálfti, af stærð Ml 3,1, mældist á Reykjaneshrygg. Fjórir jarðskjálftar mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg, rúmlega 200 km norður af landinu. Virknin var á hefðbundnum svæðum í rekbeltinu. Smáhrina varð á laugardagskvöld á Reykjaneshrygg, um 70 km suður af Reykjanestá. Fjórir skjálftar urðu við Dalvík aðfararnótt 3. ágúst og aðfararnótt 7. ágúst. Einn skjálfti varð suður af Stokkseyri.

Suðurland

Á Suðurlandi, frá Bláfjöllum að Rangá, mældust í vikunni 45 jarðskjálftar, allir litlir. Nokkrir jarðskjálftar mældust við Húsmúla, vestur af Hellisheiðarvirkjun, en að öðru leyti var virknin á hefðbundnum stöðum. Einn smáskjálfti mældist suður af Stokkseyri.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn mældust 8 skjálftar, allir undir Ml 1 að stærð. Einn smáskjálfti mældist vestan við Fagradalsfjall. Á laugardagskvöld mældist jarðskjálftahrina um 200 km suðvestur af Reykjanestá. Alls mældust 8 skjálftar á stærðarbilinu Ml 2 - Ml 3,1. Auk þess mældust í vikunni tveir jarðskjálftar skammt út af Reykjanestá.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 100 jarðskjálftar, þar af voru 64 við og norður af Grímsey. Mest var virknin þar fyrri hluta vikunnar og stærsti skjálftinn, Ml 3,3 mældist á þriðjudag. Nokkrir smáskjálftar mældust við Dalvík, flestir aðrararnótt laugardags. Nokkrir skjálftar mældust við Kröflu og einn við Þeistareyki.

Hálendið

Þó nokkur skjálftavirkni var undir vestanverðum Vatnajökli þessa vikuna og mældust þar alls 23 jarðskjálftar. Einn skjálfti mældist undir ofanverðum Skeiðarárjökli og annar neðar í Skeiðarárjökli, þrír í nánd við Grímsvötn og fjórir á Lokahrygg. Í Kverkfjöllum mældist einn skjálfti, fjórir við norðanverða Bárðarbungu og sjö suður af Kistufelli. Einn skjálfti mældist austan við Bárðarbungu.

Við Öskju mældust fjórir skjálftar, fimm við Hlaupfell og tveir við Herðubreið.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 9 jarðskjálftar, flestir vestast á svæðinu, norðan Laufafells. Stærsti skjálftinn þar mældist af stærð 2,6.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 50 skjálftar, langflestir við Goðabungu. Stærsti skjálftarnir mældist af stærð Ml 2,1, en flestir voru minni en Ml 1. Níu grunnir skjálftar mældust undir Kötluöskjunni. Fimm skjálftar voru staðsettir suðvestur af öskjunni, austan við upptök Sólheimajökuls og lentu þeir á 7-10 km dýpi.

Tveir jarðskjálftar voru staðsettir undir Eyjafjallajökli á 10 og 16 km dýpi.

Steinunn S. Jakobsdóttir