| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20100809 - 20100815, vika 32

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 270 skjálftar voru mældir í vikunni. Stærsti skjálftinn var 2,6 stig með upptök við Hamarinn vestast í Vatnajökli.
Reykjaneshryggur og -skagi
Aðeins einn skjálfti mældist út á hrygg, um tvö stig að stærð. Lítil skjálftavirkni var á skaganum, níu smáskjálftar alls. Nokkrir þeirra voru vestast á Reykjanesskaga sem er frekar óvenjuleg staðsetning.
Suðurland
Helst má nefna smáskjálftahrinu mánudaginn 9. ágúst á Hengilssvæðinu með um 30 skjálfta. Smáskjálftar mældust við Raufarhólshelli og á Krosssprungu. Fáir skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu.
Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull
Nokkrir smáskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli í vikunni á litlu dýpi. Við Goðabungu í vestanverðum Mýrdalsjökli mældust yfir 30 skjálftar og nokkrir innan öskjunnar.
Hálendið
Hátt í 40 skjálftar mældust undir Vatnajökli. Stærsti skjálfti vikunnar, 2,6 stig, var staðsettur við Hamarinn 12. ágúst, en alls mældust ellefu skjálftar þar þann daginn.
Fremur fáir skjálftar mældust á Öskju- og Herðubreiðarsvæðinu, þrír austur af Öskju og á annan tug á Herðubreiðarsvæðinu. Nokkrir smáskjálftar mældust norður af Upptyppingum.
Nokkrir smáskjálftar mældust einnig á Kröflusvæðinu og við Þeistareyki.
Norðurland
Um sextíu skjálftar mældust norðan við land, stærstu rúmlega tvö stig. Virkni var nokkuð dreifð.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir