| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20100816 - 20100822, vika 33

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Búið er að staðsetja 235 skjálfta í þessari viku.Stærsti skjálfti vikunnar varð í Bárðarbungu að morgni 19. ágúst, 3,4 að stærð,
en þar mældust um 70 skjálftar.
Suðurland
Þrír litlir skjálftar voru staðsettir við Ölkelduháls. Annars var skjálftavirkni í Suðurlandsbrotabeltinu fremur lítil og dreifð, skjálftar mældust frá Hjallahverfi allt austur að Selsundssprungu (Næfurholti).
Reykjanesskagi
Lítið virkni var á Reykjanesskaga, þar mældust átta skjálftar: einn austur af Fagradalsfjalli, einn í Núpshlíðarhálsi, tveir í Sveifluhálsi,
einn rétt austan Kleifarvatns, tveif í grennd við Bláfjöll/Brennisteinsfjöll og einn vestan Geitafells. Aðeins tveir skjáfltar voru
staðsettir úti á Reykjaneshrygg.
Norðurland
17.-18. ágúst varð lítil hrina (13 skjálftar) á Skjálfanda um, 8,5 km NV af Húsavík; allir skjáfltarnir voru undir tveimur að stærð. Um 25 skjálftar urðu nærri Grímsey (N, A og SSA af Grímsey Átta skjálftar voru staðsettir í nágrenni við Mývatn. Þá mældist einn skjálfti á Tröllaskaga
og fjórir utan mynnis Eyjafjarðar.
Hálendið
Einn skjálfti var staðsettur í Geitlandsjökli og einn vestan Sandvatns (S af Langjökli. Þrír skjálftar voru staðsettir vestan Öskjuvatns í
Dyngjufjöllum og nokkrir í kringum Herðubreiðartögl. Í norðvestanverðum Vatnajökli voru 73 skjálftar staðsettir, einn við Grímsvötn en flestir
NV við Bárðarbungu. Þar varð stærsti skjálfti vikunnar, Ml 3,4, að morgni 19. ágúst.
Mýrdalsjökull
Í Eyjafjallajökli voru staðsettir fimm litlir skjálftar (flestir grunnir) en 20 í Mýrdalsjökli, flestir þeirra vestur af Goðabungu.
Mun fleiri skjálftar greindust á mælinum á Goðabungu en ekki á öðrum stöðvum og voru þeir því ekki allir staðsettir.
Sigurlaug Hjaltadóttir og Einar Kjartansson