Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100906 - 20100912, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega þrjú hundruð jarðskjálftar mældust á landinu og umhverfis það í vikunni. Stærsti skjálftinn, var austan við Grímsey, 2,7 stig í lítilli hrinu á laugardag.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust fáir dreifðir smáskjálftar. Nokkrir skjálftar voru staðsettir við Raufarhólshelli, sá stærsti var 2,2 stig. Að kvöldi laugardags kl 22:49 varð skjálfti undir Ingólfsfjalli, 1,7 stig að stærð, en hans varð lítillega vart í Hveragerði.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar urðu við Krýsuvík. Klukkan 21:30 þann 8. september mældist skjálfti skammt vestan Þorbjarnarfells, var hann 2,3 stig, og fannst vel í Grindavík. Nokkrir smáskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þá varð skjálfti á Reykjanesi 2,1 að stærð. Út af Reykjanesi voru einnig nokkrir skjálftar, sá stærsti 1,9 stig.

Norðurland

Skammt austan við Grímsey varð lítil hrina á laugardag, þar sem stærsti skjálftinn var 2,7 stig, en sex skjálftar voru 2 stig eða stærri. Þá urðu einnig skjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar, sá stærsti 2,0 stig, og nokkrir í Öxarfirði.

Hálendið

Í Vatnajökli var mesta virknin í Bárðarbungu og Grímsfjalli. Stærsti skjálftinn, 2,2 stig var norðaustan við Bárðarbungu. Á svæðinu sunnan Herðubreiðar voru dreifðir smáskjálftar, nokkrir skjálftar mældust vestan við Öskju, sá stærsti 1,5 stig.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli urðu flestir skjálftarnir í vestanverðum jöklinum, nokkrir mældust 2,0 eða stærri, sá stærsti 2,3 stig. Örfáir skjálftar voru inni í öskjunni. Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu.

Þórunn Skaftadóttir