Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100920 - 20100926, vika 38

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 344 jarðskjálftar og 5 sprengingar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Fáeinir smáskjálftar á Suðurlandi.
Þann 22. september kl. 07:17 mældist skjálfti að stærð 2,7 með upptök við Heimaey í Vestmannaeyjum.

Reykjanesskagi

Lítil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nokkrir smáskjálftar við Kleifarvatni.
Tveir jarðskjálftar að stærð 1,9 við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg og einn skjálfti að stærð 1,2 við Reykjanestá

Norðurland

Jarðskjálftahrina með upptök við Hólinn milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar var dagana 20.-22. september. Stærstu skjálftarnir voru um 3,1 að stærð og alls mældust 33 skjálftar í hrinunni.

Í byrjun vikunnar voru eftirhreytur af jarðskjálftahrinu norðan við Tjörnes frá vikunni á undan.

Fáeinir skjálftar voru við Grímsey, í Öxarfirði og fyrir mynni Eyjafjarðar.

Fjórir jarðskjálftar mældust um 125 km norðan við Kolbeinsey. Þeir stærstu um 3 stig að stærð. Einn mældist um 50 km norður af Kolbeinsey.

Við Kröflu mældust 6 smáskjálftar og 2 við Þeistareyki.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust um 115 jarðskjálftar. Um 60 þeirra áttu upptök við Bárðarbungu og Kistufell. Þeir mældust þar alla daga vikunnar og var stærsti skjálftinn 2,7 stig með upptök við Kistufelli þann 25. september.
Laugardaginn 25. september kl. 23:36 varð jarðskjálfti að stærð 3,7 með upptök við Hamarinn undir norðvestanverðum Vatnajökli. Fyrr um kvöldið kl. 21:11 varð jarðskjálfti að stærð 3,5 á sama stað. Um 34 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið fram á sunnudag. Stærstu skjálftarnir fundust á Búlandi efst í Skaftártungu.
Frá 20.-24. september mældust 16 jarðskjálftar við Grímsvötn. Stærsti skjálftinn þar var um 2 stig þann 23. september kl. 12:30.

Við Öskju, Herðubreið og Hlaupfell norður af Upptyppingum mældust um 40 jarðskjálftar. Um helmingur þeirra átti upptök við Hlaupfell og þar mældist einnig stærsti skjálftinn á þessu svæði að stærð 1,3.

Við Langjökul mældust stakir skjálftar við Geitlandsjökul, Þórisjökul og við Hagafell.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 50 jarðskjálftar og áttu allir upptök undir vesturhluta hans. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2,4 að stærð.
Einn skjálfti átti upptök undir Eyjafjallajökli að stærð 1,4.

Gunnar B. Guðmundsson