Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100927 - 20101003, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var fremur róleg en alls mældust rúmlega 200 jarðskjálftar undir og við landið. Enginn skjálfti náði stærðinni þremur en tveir skjálftar mældust 2,7 stig og voru þeir báðir fyrir norðan land. 

Suðurland

Ríflega 30 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, flestir við Húsmúla en þar var um niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun að ræða. Nokkrir smáskjálftar mældust einnig í Ölfusi og á Suðurlandsundirlendinu.

Reykjanesskagi

Rólegt var á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg í vikunni.

Norðurland

Tæplega 40 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, þar af um tugur í nágrenni Grímseyjar og litlu meira í Öxarfirði. 

Hálendið

Rúmlega 30 skjálftar mældust í Vatnajökli. Stærsti skjálftinn í jöklinum var 2,6 stig og varð við Kverkfjöll. Tíu skjálftar mældust við Kistufell, átta undir Bárðarbungu og níu á Lokahrygg.
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 15 skjálftar, flestir við Herðubreiðartögl. Tveir skjálftar urðu undir Hagafelli, sunnan Langjökuls.

Mýrdalsjökull

Tæplega 40 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli, flestir í vestanverðum jöklinum og var stærsti skjálftinn 2,4 stig.
Tveir smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og einn í Eyjafjallajökli.

Sigþrúður Ármannsdóttir