Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20101004 - 20101010, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

167 skjálftar og þrjár sprengingar voru staðsettar í vikunni. Tveir skjálftar mældust yfir Ml 3 að stærð, þeir urðu að kvöldi mánudags 4. október í norðvestanverðum Vatnajökli (Ml 3,3) og undir hádegi fimmtudaginn 7. október norður af Skagafirði/Tröllaskaga (Ml 3,1).

Suðurland

Skjálftavirknin í Suðurlandsbrotabeltinu varð aðallega á nýlegum (frá árunum 2000 og 2008) stórskjálftasprungum, Kross- og Ingólfsfjallssprungu og Hestvatsn- og Holtasprungu. Þá urðu einnig fáeinir skjálftar suður af Skarðsfjalli 5.,7. og 8. október.

Reykjanesskagi

Líkt og síðustu vikur mældist nokkur skjálftavirkni við syðri hluta Kleifarvatns. Skjálftarnir voru allir litlir.

Norðurland

Engar hrinur urðu úti fyrir Norðurlandi þessa vikuna en stakur skjálfti að stærð 3,1 mældist kl 11:41 fimmtudaginn 7. október, 39 km NV af Siglufirði, á svipuðum slóðum og Skagafjarðarskjálftinn varð árið 1963.

Hálendið

Fáir skjálftar mældust nærri Herðubreið og Öskju þessa vikuna en enn var talsvert um skjálftavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Engir skjálftar mældust í Grímsvötnum en skjálftavirkni mældist í Kverkfjöllum, Bárðarbungu og við Hamarinn (suðvestur við Bárðarbungu). Stærsti skjálftinn sem mældist í vikunni, Ml 3,3, varð 3,5 km NA af Hamrinum.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 38 skjálftar, flestir þeirra vestan til í jöklinum. Stærsti skjálftinn (Ml 2,9) varð innan öskjunnar 5. október um kl. 14:30, honum fylgdi annar minni skjáflti (um 0,9 að stærð) sex mínútum síðar. Aðeins mældist einn lítill skjálfti undir Eyjafjallajökli í vikunni.

Sigurlaug Hjaltadóttir