Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20101213 - 20101219, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 367 jarðskjálftar. Þeir stærstu, Ml 3,4 og Ml 3,1, urðu í Tjörnesbrotabeltinu, sá stærri norðan við Grímsey, en hinn tæpa 30 km suðaustan við eyjuna. Mest var virknin í vikunni við Kleifarvatn og í Tjörnesbrotabeltinu.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust 11 smáskjálftar á stærðarbilinu Ml -1,0 - Ml 0,7. Á Krosssprungunni mældust 14 skjálftar og 4 undir Ingólfsfjalli, engin þessara skjálfta náði stærðinni Ml 1. Í Ölfusi mældust 20 jarðskjálftar, sá stærsti Ml 1,2. Við Húsmúla mældust á rúmum klukkutíma um hádegisbilið þ. 16. desember 6 skjálftar á 4-5 km dýpi, sá stærsti af stærð um Ml 1. Um klukkan 23 þann 19. mældust 6 skjálftar á 3-5 km dýpi rétt suður af Nesjavöllum, sá stærsti Ml 1,6. Nokkrir smáskjálftar mældust í Bláfjöllum.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn mældust 93 jarðskjálftar, sá stærsti Ml 2,7. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu. Þessi skjálftavirkni hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur. Einn jarðskjálfti að stærð Ml 1,8 mældist á Reykjaneshrygg rúma 30 km út af Reykjanestá.

Norðurland

Virknin austur af Grímsey hélt áfram í vikunni. Alls mældust 122 jarðskjálftar í Tjörnesbrotabeltinu, þar af um 70 í námunda við Grímsey. Stærsti skjálftinn, Ml 3,4, mældist klukkan 9 þann 16. um 12 km norðnorðaustur af Grímsey. Um miðja vikuna hófst virkni við Flatey á Skjálfanda og mældust þar alls 31 jarðskjálfti, þeir stærstu um Ml 2.

Hálendið

Undir vestanverðum Vatnajökli mældust 16 jarðskjálftar, þar af 10 við Kistufell. Við Kverkfjöll mældist einn skjálfti og tveir við norðanverðan Tungnafellsjökull. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist Ml 2. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkninni við Herðubreiðartögl, þó mældust þar nokkrir smáskjálftar í vikunni. Eins mældust nokrrir smáskjálftar við Öskju og á svæðinu, sem kennt hefur verið við Hlaupfell. Stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði mældist Ml 1,6. Jarðskjálfti að stærð Ml 2,4 mældist á um 10 km dýpi undir suðurenda Vatnafjalla að morgni föstudagsins. Þrír skjálftar mældust við sunnanverðan Langjökul, allir af stærð um Ml 1.

Mýrdalsjökull

Einn jarðskjálfti mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í vikunni, að stærð Ml 1,6. Um tugur skjálfta voru staðsettir við Goðabungu, allir mjög smáir.

Steinunn S. Jakobsdóttir