Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110117 - 20110123, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Skjálftavirknin í vikunni var ekki mjög mikil, en aðeins 133 skjálftar mældust. Mest var virknin þann 18. janúar, en þá mældust 47 skjálftar og þar af voru 37 í Krýsuvík. Þann 21. janúar fundu íbúar í Hafnarfirði skjálfta, en hann var af völdum sprengingar í höfninni. Mánudagur, 17. janúar
Ekki mikil virkni á landinu, en það mældust 13 skjálftar víðsvegar um landið.
Þriðjudagur, 18. janúar
Skjálftaruna varð rétt vestan við Kleifarvatn. Hófst hún kl. 02:43. Fram til kl. 07:51 höfðu mælst 34 skjálftar. Alls mældust þarna 37 skjálftar á slólarhringnum. Þetta voru allt mjög litlir skjálftar eða frá 0,2 til 1,8 að stærð.
Annarstaðar á landinu var frekar rólegt, en yfir allt landið mældust 48 skjálftar.
Miðvikudagur, 19. janúar
Tiltölulega rólegur dagur, en alls mældust 12 skjálftar. Þrír skjálftar mældust rétt við Raufarhólshelli og var sá stærsti 1,9 að stærð.
Fimmtudagur, 20. janúar
Aðeins 10 skjálftar mældust, þar af voru 6 skjálftar í Krýsuvík og var sá stærsti þeirra 2,7 að stærð.
Föstudagur, 21. janúar
Alls mældust 16 skjálftar, þar af voru 5 skjálftar skammt frá Kverkfjöllum. Auk þess fannst sprenging í Hafnarfjarðarhöfn, kl. 14:18, en þar er verið að vinna við dýpkun hafnarinnar.
Laugardagur, 22. janúar
Alls mældust 25 skjálftar víðsvegar um landið. Mest var virknin rétt vestan við Bjólfell á suðurlandi, en þar mældust 8 skjálftar og einn til rétt SV af Bjólfelli. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð.
Sunnudagur, 23. janúar
Mjög lítil virkni, aðeins 8 skjálftar mældust.

Suðurland

Alls mældist 31 skjálfti. Við Raufarhólshelli mældust 7 skjálftar. Rétt vestan við Bjólfell mældust 8 skjálftar.

Reykjanesskagi

Rétt vestan við Kleifarvatn mældust 46 skjálftar í vikunni, þar af voru 37 þeirra þann 18. janúar. Stærsti skjálftinn mældist 2,6 Ml að stærð. Einn smáskjálfti mældist við Fagradalsfjall og einn við Brennisteinsfjöll.

Norðurland

Aðeins 23 skjálftar mældust á Norðurlandi og fyrir norðan land. Allt voru þetta litlir skjálftar, en stærsti skjálftinn var að stærðinni 1,8 Ml.

Hálendið

Umhverfis Herðurbreiðartögl mældust 11 skjálftar og einn í Öskju. Við Kverkfjöll mældust 6 skjálftar. Við Kistufell mældust 5 skjálftar og einn í norðanverðri Bárðarbungu. Einn skjálfti mældist við eystri Skaftárketilinn og einn við Grímsfjall.
Í Skriðu, rétt SA við Skjaldbreið mældist einn skjálfti.

Mýrdalsjökull

Í vestanverðum Mýrdalsjökli mældust 7 skjálftar og tveir í Eyjafjallajökli.

Hjörleifur Sveinbjörnsson