Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110404 - 20110410, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan 4.-11. apríl var róleg en alls mældust 159 jarðskjálftar. Stærstu skjálftarnir mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg af stærð Ml 2,8 og 2,7. Á landinu varð stærsti skjálftinn við Lokahrygg í Vatnajökli og mældist sá Ml 2,6. Mesta skjálftavirkni var á Norðurlandi með alls 69 skjálfta; flestir af þeim voru staðsettir í kringum Grímsey.

Suðurland

Um 20 smáskjálftar mældust á Hengils- og Ölfussvæði. Á Suðurlandsundirlendinu mældust 5 litlir skjálftar.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn mældust um 14 skjálftar, flestir litlir en sá stærsti var Ml 1,8. Sá var staðsettur austar, við Vörðufell. Engir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Á Norðurlandi og í Tjörnesbrotabeltinu mældust 69 skjálftar í vikunni, að meðaltali undir Ml 1,5 að stærð. Flestir voru staðsettir austan við Grímsey. Einn lítill skjálfti mældist í Eyjafirði, og nokkrir um 20 km NV af Gjögurtá. Þrír skjálftar mældust við Kröflu og einn við Þeistareyki.

Hálendið

Það mældust tveir skjálftar undir norðanverðum Hofsjökli, 2,2 og 0,2 að stærð. Mesta skjálftavirkni undir Vatnajökli var við Lokahrygg og austan við Bárðarbungu (alls 21). Skjálftar mældust einnig við Grímsvötn (alls 3), Kistufell (alls 7), og undir Kverkfjöllum (alls 5). Um 15 skjálftar mældust á svæðinu norðan við Vatnajökul, flestir við Öskju og Herðubreið. Þeir voru allir innan við 2 stig.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 17 skjálftar, þar af 5 innan öskjunnar og restin við vesturbrún jökulsins. Einn lítill skjálfti varð undir Eyjafjallajökulsöskju (Ml 0.5) og tveir smáskjálftar á Torfajökulssvæðinu.

Evgenia Ilyinskaya