Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110509 - 20110515, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 176 atburðir staðsettir, þar af ein sprenging í Seljadal.

Reykjaneshryggur og -skagi

Á sunnudaginn 15. maí mældust 14 skjálftar út á Reykjaneshrygg við Geirfuglasker. Stærstu voru 2,3 stig. Á Krýsuvíkursvæðinu mældust 13 smáskjálftar.

Suðurland

Um tugur smáskjálfta mældist á Krosssprungu og nokkrir á Hengilssvæðinu. Á Suðurlandsundirlendinu mældust níu skjálftar, allir innan við einn að stærð.

Mýrdalsjökull og nágrenni

Við Goðabungu í vestanverðum Mýrdalsjökli voru hátt í 20 skjálftar staðsettir og innan Kötluöskju 13 skjálftar. Stærstu voru innan við tvö stig. Á Torfajökulssvæðinu mældust fimm smáskjálftar.

Hálendið

Við Grímsvötn í Vatnajökli voru fjórir skjálftar staðsettir, 1,1 - 1,5 að stærð. Þrír skjálftar mældust á Lokahrygg, einn norðaustan í Bárðarbungu, sex við Kistufell og einn við Esjufjöll. Allir voru innan við tveir að stærð.
Um tugur skjálfta mældist norðan Vatnajökuls, við Herðubreið og Öskju, á stærðarbilinu 0,1 -1,2 stig.

Norðurland

Einn smáskjálfti mældist við Mývatn. Um 30 skjálftar voru staðsettir norðan við land, flestir við Grímsey. Stærsti var 2,1 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir