Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110516 - 20110522, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Heildarfjöldi skjálfta í vikunni voru 238 skjálftar. Skjálftavirknin var mjög róleg framan af, en aðeins 78 skjálftar höfðu verið staðsettir á landinu öllu áður en eldgos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí.

Mánudagur, 16. maí
Alls voru staðsettir 23 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist um 4 km ANA af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg og var hann 1,5 að stærð.
Þriðjudagur, 17. maí
Alls voru staðsettir 13 skjálftar. Mest var virknin í Krýsuvík, en þar mældust 5 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist um 30 km NV af Grímsey, en hann var 2,3 stig að særð.
Miðvikudagur, 18. maí
Alls voru staðsettir 15 skjálftar. Mest var virknin við Krýsuvík, en þar mældust 4 skjálftar. Stærstu skjálftarnir mældust um 30 km NA af Flatey á Skjálfanda og annar um 11 km NNA af Grímsey, báðir 1,6 stig að stærð.
Fimmtudagur, 19. maí
Alls voru staðsettir 10 skjálftar. Stærsti skjálftinn var við Grímsfjall, en hann var 1,8 stig að stærð.
Föstudagur, 20. maí
Alls voru staðsettir 16 skjálftar. Mest var virknin í Krýsuvík, en þar mældust 5 skjálftar. Stærstu skjálftarnir mældust við Grímsfjall í Vatnajökli og tæplega 11 km A af Grímsey, báðir 2,1 að stærð.
Laugardagur, 21. maí
Alls voru staðsettir 89 skjálftar. Framan af degi var skjálftavirkni mjög lítil. En svo rétt fyrir kl. 18 fóru að berast tilkynningar úr sjálfvirka staðsetningakerfinu í formi sms skeyta um aukna virkni við Grímsvötn. Eldgos hófst svo um kl. 19.
Sunnudagur, 22. maí. Alls voru staðsettir 49 skjálftar. Eftir því sem á leið daginn dró mikið úr skjálftavirkninni við Grímsvötn, en eftir hádegi mældust við Grímsvötn aðeins 5 skjálftar. GPS mælingar sýna einnig mikið landsig á fyrstu klukkutímunum, en svo dregur úr hraða sigsins töluvert eftir því sem á líður. Sigrún Hreinsdóttir hjá Háskóla Íslands hefur tekið saman landsigsbreytingarnar frá GPS mælinum á Grímsfjalli.

Suðurland

Reykjanesskagi

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Hjörleifur Sveinbjörnsson