Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110523 - 20110529, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Meginvirkni vikunnar var eldgosið í Grímsvötnum.
Í vikunni voru staðsettir 212 jarðskjálftar og amk 5 sprengingar. Líklega voru einnig sprengingar í Borgarfirði og við Búðarháls.

Suðurland

Rúmlega 30 smáskjálftar allir minni en 1 að stærð mældust í Flóanum sunnan við Hveragerði.
Fáeinir smaskjálftar voru í vestanverðu Ölfusi, við Húsmúla í Henglinum, í Flóanum norðan Selfoss, við Hestvatn og í Holtum.
Þann 25. og 26. maí mældust 5 jarðskjálftar á um 11-13 km dýpi á Selvogsgrunni um 35 km suðsuðvestan við Þorlákshöfn. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu 1,0 - 1,7.

Reykjanesskagi

Á Krýsuvíkursvæðinu mældust tæplega 30 jarðskjálftar nær allir 3 síðustu daga vikunnar. stærsti skjálftinn mældist 1,8 þann 28. maí kl. 18:20.

Norðurland

Á þriðja tug jarðskjálfta áttu upptök á Tjörnesbrotabeltinu. Upptök flestra þeirra voru úti fyrir mynni Eyjafjaðar, við Grímsey og í Öxarfirði. Einnig var einn skjálfti við Fljótin og 3 á Tröllaskaga. Einn smáskjálfti átti upptök á Þeistareykjum.

Hálendið

Órói á jarðskjálftamælistöðinni á Grímsfjalli (grf) í eldgosunum 2011 og 2004. Myndin sýnir 25 mínútna hlaupandi miðgildi á 3 tíðniböndum af einnar mínútu meðalóróa frá upphreyfingu SIL stöðvarinnar grf (Reynir Böðvarsson, Einar Kjartansson ofl).Ý-ás er lógariþmískur.
Í gosinu núna 2011 þá er gosóróinn svipaður að styrkleika en flöktir nokkuð frá byrjun vikunnar og fram til rúmlega kl. 2 aðfaranótt miðvikudagsins 25. maí en þá fellur hann snögglega. Á þessum tíma mældist gosmökkur í 12 km hæð á radar en eftir það mælist hann ekki á radar sem var staðsettur í um 70 km fjarlægð frá gosstöðunum. Óróinn tekur sig aðeins upp síðdegis þann 25. maí en frá 26.5. fer hann stöðugt minnkandi. Gosórói mælist samt ennþá á jarðskjálftastöðvum í allt að 100-200 km fjarlægð. Frá 27.5. verður óróinn slitróttari og um kl. 7 að morgni þann 28.5. mælist hann ekki lengur á jarðskjálftamælum.
Eldgosið 2004 kom í kjölfar hlaups úr Grímsvötnum og hlaupóróinn (blá lína) kemur vel fram á undan og eftir gosinu.

Nokkur jarðskjálftvirkni var norðvestan við eldstöðina á Lokahrygg og einnig um 20 km suðaustan við hana sem orsakast líklega af spennubreytingum þegar eldstöðin fellur saman. Fáeinir grunnir smáskjálftar mældust við eldstöðina í vikunni.

Stakir skjálftar mældust við Kistufell, Tungnafellsjökul og Kverkfjöll.

Fáeinir skjálftar voru við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Þann 26. maí voru 3 skjálftar um 10 km vestnorðvestur af Geysi og einn austur af Skjaldbreið. Þeir voru allir minni en 1 að stærð.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust um 30 jarðskjálftar. Þar af voru 10 undir vestanverðum jöklinum, Goðabungu. Stærsti skjálftinn þar var 1,3 að stærð þann 25. maí kl. 05:45. Undir Kötluöskjunni voru 19 jarðskjálftar. Þar af voru 14 undir norðvestanverðri öskjunni og voru þeir allir minni en 1 að stærð og á minna en um 4 km dýpi. Undir suðaustanverðri öskjunni mældust 5 jarðskjálftar, allir minni en 0,6 að stærð og grynnri en 8 km.
Einn smáskjálfti mældist undir austuröxl Eyjafjallajökuls og einn á Torfajökulssvæðinu að stærð 1,1.

Gunnar B. Guðmundsson