Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110530 - 20110605, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 232 jarðskjálftar í vikunni. Stærsti skjálftinn varð úti fyrir mynni Eyjafjarðar að morgni þriðjudagsins 31. maí. Hann mældist af stærð Ml 3,3 og fannst hann vel á Siglufirði. Annar skjálfti af stærð 3,3 varð á sunnudag austan við Grímsey. Á Kolbeinseyjarhrygg mældust 8 skjálftar á um það bil 68°N og 2 skjálftar á um 62°N á Reykjaneshrygg. Við Geirfuglasker mældust 7 skjálftar.

Suðurland

Smáskjálftar mældust víða á Suðrulandsundirlendi, sá stærsti mældist 1,5. Á Krosssprungunni mældust á annan tug skjálfta. Tveir jarðskjálftar mældust úti fyrir Suðurlandi og tveir við Nesjavelli.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn mældust 29 jarðskjálftar, sá stærsti Ml 2,4. Tveir smáskjálftar mældust í nágrenni Bláfjalla

Norðurland

Stærstu jarðskjálftarnir í vikunni, af stærð Ml 3,3, mældust annars vegar úti fyrir mynni Eyjarfjarðar og hins vegar austan Grímseyjar. Alls mældust 39 skjálftar á svæðinu, þar af 6 við Þeistareyki. Tveir skjálftar, sem mældust við Þeistareyki laugardaginn 4. júní, voru lágtíðniskjálftar á um 9-10 kílómetra dýpi.

Hálendið

Á Torfajökulssvæðinu mældust fjórir jarðskjálftar, sá stærsti Ml 1,2. Einn skjálfti mældist við Vatnafjöll og einn syðst í Breiðbak. Undir Vatnajökli mældust 23 jarðskjálftar, víðs vegar um jökulinn. Sá stærsti, Ml 2,5, mældist vestan Esjufjalla. Í kringum Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust 18 skjálftar, sá stærsti Ml 1,1. Flestir voru skjálftarnir norðaustur af Herðubreið.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 37 skjálftar, þar af 21 í Kötluöskjunni. Stærsti skjálftinn, af stærð 2,8, varð í norðanverðri öskjunni þann 2. júní. Sunnudaginn 5. júní, á milli klukkan 15:30 og 18, mældust 8 smáskjálftar undir vestanverðri öskjunni, sá stærsti Ml 1,2. Í toppgíg Eyjafjallajökuls mældust 5 smáskjálftar, sennilega ísskjálftar.

Steinunn S. Jakobsdóttir