Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110606 - 20110612, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru staðsettir 285 skjálftar í vikunni, þar af stór hluti í hrinum 6. og 7 . júní. Hrinurnar voru í Langjökli (45 skjálftar) og við Kleifarvatn (57 skjálft ar). Þrír af stærstu skjálftunum (einn ML 2.7, og tveir ML 2.4) urðu á miðvikuda gsmorgun 8. júní við Kistufell. Einnig mældist einn skjálfti af stærð 2.5 undir Geitlandsjökli (7. júní), og einn af sömu stærð út á Reykjaneshrygg (8.júní).

Suðurland

Á Suðurlandi mældust um 38 skjálftar, aðeins fimm þeirra voru yfir ML 1 að stærð . Flestir skjálftanna (~33) voru í Ölfusi.

Reykjanesskagi

REYKJANES Við Kleifarvatn mældust 57 skjálftar. Að meðaltali voru skjálftarnir fremur litl ir, en aðeins einn var yfir 2 að stærð (ML). Stærri skjálftarnir voru staðsettir í tveim þyrpingum, vestan og suðvestan Kleifarvatns, en minni skjálftarnir voru meira dreifðir, þó aðallega vestan við vatnið. Í nágrenni Grindavíkur urðu tve ir skjálftar, 1.1 og 2.1 að stærð. Sjö skjálftar (milli ML 0.6 og 1.2) urðu í Br ennisteinsfjöllum; fjórir þeirra komu í hrinu 7. júní. Út á Reykjaneshrygg mældu dt 4 skjálftar, 0.8-2.5 að stærð.

Norðurland

Fremur lítil virkni var á Norðurlandi í vikunni, eða um 19 skjálftar. Stærsti sk jálftinn (ML 2.1) var við Heilagdalsfjall suðaustan Mývatns. Einn skjálfti (ML 0 .8) varð við Leirhnjúk í Kröflu. Sex skjálftar (um ML 1) voru staðsettir fyrir u tan Eyjafjörðinn, í línu sem stefnir suðaustur-norðvestur. Engir skjálftar fundu st við Grímsey.

Hálendið

Í Langjökli mældust 45 skjálftar, þar af 40 í skjálftahrinu í Geitlandsjökli 7.a príl. Stærðin á skjálftunum var á bilinu 0.6 ¿ 2.4 ML. Átta skjálftar (ML 0.1-1. 6) urðu á svæðinu í kringum Torfajökul og Kaldaklofsjökul. Í Vatnajökli mældust alls 25 skjálftar. Við Grímsvötn urðu aðeins 2 skjálftar (ML 1.8 og 1.3); einn s kjálfti (ML 1.5) við Hamarinn; 3 í kringum Bárðabungu (ML 0.9-1.3). Við Kistufel l urðu 19 skjálftar (ML 0.5-2.5), þar af 12 í hrinu að morgni 8. júní. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust alls 37 skjálftar, þar af 7 við Öskju (ML 1.0-2.2) o g 25 í kringum Herðubreið (ML 0.4-1.1).

Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull - 12 skjálftar (á bilinu ML 0-1.8), þar af 7 skjálftar við Goðabun gu og 5 innan öskjunnar (ML 0.5-1.9). Þrjár sprengingar sunnan Mýrdalsjökuls fun dust einnig á mælunum. Einn lítill ísskjálfti mældist í norðanverðum Eyjafjallaj ökli.

Evgenia Ilyinskaya