![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Í vikunni voru 247 atburðir staðsettir, þar á meðal nokkrar sprengingar. Stærsti skjálfti vikunnar var undir Geitlandsjökli, 2,7 stig.
Yfir 40 smáskjálftar mældust á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Flestir áttu upptök á suðurhluta Krosssprungu og við Raufarhólshelli. Stærð skjálftanna var á bilinu -0,5 - 1,1 stig. Á Suðurlands undirlendinu mældust aðeins um 15 jarðskjálftar, flestir á Hestvatnssprungunni. Þeir voru allir um og innan við einn að stærð.
Nokkrir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, sá stærsti Ml 1,7 stig. Skjálftar á Reykjanesskaga áttu langflestir upptök vestan Kleifarvatns. Þar mældust 25 jarðskjálftar, aðallega við Trölladyngju og suðurhluta Sveifluháls. Þeir voru allir innan við einn að stærð. Vestan við Bláfjöll mældust nokkrir smáskjálftar.
Um 40 jarðskjálftar áttu upptök norður af landinu, flestir austan Grímseyjar
og í Öxarfirði. Stærstu skjálftar voru 2,1 að stærð. Nokkur skjálftavirkni
var úti fyrir mynni Eyjafjarðar og við Flatey á Skjálfanda.
Fjórir smáskjálftar mældust á Kröflusvæðinu og tveir á Þeistareykjasvæðinu.
Fimmtán jarðskjálftar áttu upptök undir Geitlandsjökli í vikunni, sá
stærsti 2,7 stig. Helgina 18. - 19. júní mældust þar um 50 jarðskjálftar
og einnig um 50 þann 7. júní. Stærsti skjálftinn í vikunni var 2,7 stig.
Lítil skjálftavirkni var undir Vatnajökli. Nokkrir skjálftar áttu upptök
á Lokahrygg og við Kistufell og stakir skjálftar undir Bárðarbungu, Kverkfjöll
og norður af Skeiðarárjökli.
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 14 jarðskjálftar, undir Öskju og
í kringum Herðubreið og Herðubreiðartögl. Stærsti skjálftinn á svæðinu
var 1,2 stig.
Rúmlega 40 skjálftar áttu upptök undir Mýrdalsjökli, yfir 20 við Goðabungu og einnig yfir 20 innan Kötluöskjunnar. Stærstu skjálftarnir voru um tvö stig. Á Torfajökulssvæðinu mældust fimm skjálftar, 0,8 - 1,4 að stærð.