Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110627 - 20110703, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

270 skjálftar voru staðsettir í vikunni og tvær sprengingar. Skjálftavirknin jókst er á leið vikuna, sér í lagi í Ölfusi og við Kleifarvatn.

Suðurland

Mesta skjálftavirknin á Suðurlandi varð í Flóanum, á syðri hluta Kross-sprungunnar sem brotnaði 2008, en þar voru 75 skjálftar staðsettir 29. júní - 2. júlí. Þyrping sex skjálfta var staðsett við Hellisheiðarveg við Hveradali 29. júní, og við Raufarhólshelli voru 14 skjálftar staðsettir þessa vikuna.

Reykjanesskagi

Tveir skjálftar voru staðsettir við Reykjanes, einn í Bláfjöllum og nokkrir við Núpshlíðarháls, Sveifluháls og Kleifarvatn. Þrír stærstu skjálftarnir við Kleifarvatn urðu 1. júlí og voru 2,0, 2,3 og 2,7 að stærð.

Norðurland

44 skjálftar voru staðsettir úti fyrir Norðurlandi þessa vikuna, meirihluti þeirra varð á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu (sem liggur frá Húsavík um Skjálftanda og áfram til NV norður fyrir mynni Eyjafjarðar) en færri urðu við Grímsey (5) og í Öxarfirði (4). Einn skjáfti var staðsettur nærri Þeistareykjum.

Hálendið

Sex skjálftar urðu við suðvestanverðan Langjökul, tveir þeirra urðu undir Geitlandsjökli og dró því verulega úr virkninni þar sem hafði verið viðvarandi nær allan júnímánuð. Tveir skjálftar voru staðsettir Á Torfajökulssvæði, einn við Hamarinn í Vatnajökli og fáeinir undir norðvestanverðum jöklinum en dregið hefur úr virkni á því svæði eftir gosið í Grímsvötnum í maí síðastliðnum. Lítil hrina varð við norðvestanverð Herðubreiðartögl 2. júlí og voru milli 20 og 30 skjálftar staðsettir þar.

Mýrdalsjökull

Þrjátíu skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, tíu þeirra urðu vestan Goðabungu, aðallega í kverkinni við Tungnakvíslarjökul en einn við Krossárjökul. Fimmtán skjálftar urðu innan öskjunnar/rétt utan hennar, þar af urðu flestir þeirra rétt austan Goðabungu (við ísketil nr. 4). Miðað við síðustu viku dró úr skjálftavirkni innan öskjunnar.

Sigurlaug Hjaltadóttir