| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20110704 - 20110710, vika 27
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust um 300 jarðskjálftar og 7 líklegar sprengingar.
Markverðast í vikunni var mikil smáskjálftavirkni undir suðausturhluta Kötluöskjunnar í lok vikunnar sem kom fram samfara hlaupi í Múlakvísl.
Suðurland
Fáeinir smáskjálftar voru á Hengilssvæðinu.
Um 14 smáskjálftar allir minni en 1,4 að stærð áttu upptök um 1-2 km frá Raufarhólshelli í Ölfusi. Tæplega 30 smáskjálftar allir minni en 1 að stærð mældust í Ölfusi við syðri hluta Krosssprungunnar.
Nokkrir smáskjálftar voru í Holtunum.
Reykjanesskagi
Um 14 jarðskjálftar áttu upptök á Krýsuvíkursvæðinu. Stærsti skjálftinn var 1,8 að stærð með upptök tæpa 5 km ausur af Keili þann 5. júlí kl. 09:23.
Þann 6. júlí var jarðskjálftahrina um 4 km suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Tæplega 20 skjálftar mældust í hrinunni og þeir stærstu
voru um 2,9 að stærð.
Einn smáskjálfti mældist við Eldey þann 5. júlí og annar við Reykjanestá þann 6. júlí og voru báðir undir 1 að stærð.
Norðurland
Rúmlega 50 jarðskjálftar voru úti fyrir Norðurlandi á Tjörnesbrotabeltinu.
Upptök flestra þeirra voru um 12 km norðaustur af Grímsey og í Öxarfirði.
Stærsti skjálftinn að stærð 2,9 varð þann 5. júlí kl. 01:11 með upptök í Öxarfirði.
Einnig mældust smáskjálftar við Kröflu og Þeistareyki.
Hálendið
Undir Vatnajökli var mesta skjálftavirknin um 6 km suðaustur af Hamrinum en þar mældust 8 skjálftar
dagana 8.-10. júlí. Stærsti skjálftinn þar var 2,7 að stærð þann 8. júlí kl. 09:50.
Einnig mældust skjálftar norðaustuar af Bárðarbungu, við Kverkfjöll og Esjufjöll.
Einnig mælast skjálftar við Geitlandsjökul, í Skjaldbreið og á Torfajökulssvæðinu.
Mýrdalsjökull
Rúmlega 100 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Þar af voru 14 undir vesturhlutanum (Goðabungu) en
flestir hinna í suðausturhluta Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð þann 9. júlí kl. 03:31
með upptök um 3 km norðan við Háubungu (gosstöðvarnar 1918).
Hlaup í Múlakvísl
Aukin skjálftavirkni var undir Kötluöskjunni vikurnar á undan en heldur hafði dregið úr henni vikuna á undan.
Upptök skjálftanna voru oftast nálægt þekktum jarðhitakötlum sem liggja umhverfis og innan öskjunnar.
Framan af vikunni var skjálftavirknin róleg. Það mælast um 1-4 skjálftar á dag frá 4.-6. júlíi og þann 7. júlí
eru 8 skjálftar. Þann 8. júlí eykst skjálftavirknin undir suðausturhluta öskjunnar og smáskjálftahrinur verða milli kl. 11-12 með 8 skjálftum og kl. 14-15 eru 5 jarðskjálftar en eftir það hægist um fram undir kl. 22.
Upp úr klukkan hálfeitt aðfaranótt 8. júlí mælist smáóróahviða (eða margir örskjálftar) í rúma hálfa klukkustund á mælum við Mýrdalsjökul. Í þessari hviðu eru einnig smáskjálftar við Goðabungu og í Torfajökli.
Upp úr kl. 19:15 kemur fram vaxandi órói(jarðsuð) á hærri tíðnum (1-2Hz og 2-4 Hz) á mælum í kringum Mýrdalsjökul. Um kl. 22:40 fer hlaupóróinn að vaxa einnig á lægri tíðni (0.5-1Hz) og tekur verulegt stökk um kl. 23 á öllum tíðniböndum. Leiðni á vatnshæðarmæli við Múlakvísl hækkar einnig. Um kl. 01:50 þann 9. júlí kemur fram stærsti
óróapúlsinn sem varir í rúma hálfa klukkustund. Milli kl. 04-05 minnkar óróinn iverulega og fer hægt dvínandi fram
eftir degi.
Um tvöleytið er vatnshæð um 1 metra undir brúargólfinu á brúnni og vex.
Um kl. 04 um nóttina vex vatnshæð á vatnamælinum við Léreftshöfða snögglega og rís um 5 metra á nokkrum mínútum. Þessi mikla flóðbylgja kemur svo niður við brúna um 45 mínútum síðar og hefur líklega þá eða aðeins fyrr sópað brúnni burt.
Laugardaginn 9. júlí mælast um 33 jarðskjálftar og eru upptök flestra við gosstöðvarnar 1918 (ketill 16).
Óróinn á skjálftamælum heldur áfram að minnka og er mikið til dottinn alveg niður seinni part dagsins. Áfram mælist hlaupsuð á mælinum við Láguhvola (hvo). Skjálftum fækkar á sunnudeginum niður í 10.
Gunnar B. Guðmundsson