Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110711 - 20110717, vika 28

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 255 skjálftar í vikunni. Á Reykjanesi og Reykjaneshrygg mældust 32 skjálftar og 76 skjálftar á Norðurlandi og norður af Íslandi. Mesta skjálftavirknin var þó í og við Mýrdalsjökul, en þar mældust 81 skjálfti í vikunni.

Helsti atburður vikunnar var þó jökulhlaup er átti upptök sín við Hamarinn, vestast í Vatnajökli. Hlaupvatnið fór niður í ánna Sveðju og þaðan út í Hágöngulón.

Fyrstu merki hlaupsins komu fram sem aukinn órói á jarðskjálftastöðum víða um land rétt fyrir kl. 7 um morguninn þann 12. júlí. Mestur mældist óróinn á skjálftastöðunum við Skrokköldu og á Grímsfjalli. Var þá ljóst að hér var um atburð að ræða í NV Vatnajökli, en nákvæm staðsetning var ekki vituð fyrir víst fyrr en upplýsingar frá Landsvirkjun bárust Veðurstofunni þan 13. júlí um að hlaupvatn hafi farið í Hágöngulón og síðar var það staðfest með flugi yfir Vatnajökli hvar upptök flóðsins áttu sér stað.

Suðurland

Ekki mikil skjálftavirkni í vikunni, en alls voru staðsettir 40 smáskjálftar. Einn skjálfti mældist við Surtsey og var hann Ml 2,4 að stærð.

Reykjanesskagi

Mest var virknin í námunda við Kleyfarvatn en þar mældust 33 smáskjálftar í vkunni. Tveir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Alls mældust 76 skjálftar á Norðurlandi. Mest var virknin norður af landinu, en þar mældust 69 skjálftar. Stærstu skjálftarnir voru um Ml 2,5 að stærð.

Hálendið

Á svæðinu við Öskju og til Herðubreiðar mældust 13 skjálftar. Í Vatnajökli var skjálftavirkni ekki mikil, en aðeins 6 skjálftar mældust í jöklinum í vikunni. Eins og segir hér að ofan var þó jökulhlaup úr jöklinum sem kom vel fram sem órói á jarðskjálftamælum, en erfitt var að staðsetja skjálfta í óróanum.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust alls 81 skjálfti auk nokkurra sprenginga í námu skammt frá Vík. Mest var virknin innan öskjunnar. Ekki voru neinir stórir skjálftar mældir í jöklinum í vikunni, en kl. 22:16 þann 17. júlí jókst skjálftavirkni nokkuð í jöklinum. Fylgst var vel með virkninni frá þessum tíma og kl. 02:02 þann 18. júli mældist skjálfti að stærðinni Ml 3,8. Er þetta með stærri skjálftum sem mælst hafa á þessu svæði, en ekki fylgdi þessum skjálftum neinn órói sem gaf vísbendingar um að annað hlaup eða gos væri í vændum. Eftirskjálftar mældust til kl. 02:27 en eftir það var nóttin róleg á svæðinu.

Hjörleifur Sveinbjörnsson