Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110718 - 20110724, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 421 jarðskjálftar vikuna 18.-24. júlí. Mest var virknin undir Mýrdalsjökli og mældist stærsti skjálfti vikunnar, Ml 3,8, aðfararnótt mánudagsins í norðaustanverðri Kötluöskjunni. Aðfaranótt föstudags varð smá hrina á Reykjaneshrygg úti fyrir Reykjanestá og mældust 14 jarðskjálftar þá nótt. Alls mældust 18 skjálftar þar í vikunni. Tveir jarðskjálftar mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg.

Suðurland

Hrina smáskjálfta varð við Húsmúla aðfararnótt laugardags og auk þess mældust þar nokkrir skjálftar á mánudag. Skjálftarnir voru allir undir 1 að stærð. Skjálftar mældust á sprungunum frá 2000 og 2008, en stærsti skjálftinn á Suðurlandi af stærð 1,8 mældist austast á svæðinu á mánudag.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn og Krísuvík mældust 16 jarðskjálftar, sá stærsti Ml 1. Einn skjálfti mældist við Fagradalsfjall. Tveir skjálftar mældust í Heiðmörk og tveir í nágrenni við Bláfjöll.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 106 skjálftar í vikunni, sá stærsti mældist 2,8 í Öxarfirði. Fimm skjálftar mældust við Þeistareyki og þrír við Kröflu.

Hálendið

Á Torfajökulssvæðinu mældust 33 skjálftar, allir litlir og er mikil óvissa í staðsetningum þeirra. Nýju stöðvarnar við Mýrdalsjökul koma þarna sterkar inn. Fyrri part vikunnar mældust sex skjálftar við Hamarinn í Vatnajökli. Alls mældust 19 skjálftar undir Vatnajökli í vikunni, sá stærsti Ml 1,8 Við Dyngjufjöll og Herðubreið mældust níu skjálftar, sá stærsti 1,6.

Mýrdalsjökull

Alls mældust 127 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli í vikunni, þar af voru 105 af stærð minni en 1. Stærsti skjálftinn mældist klukka 02:02 á mánudagsmorgun af stærð 3.8. Langflestir skjálftanna mældust innan Kötluöskjunnar, eða um 80, en 22 skjálftar mældust við Goðabungu og 20 skjálftar við ónefndan skriðjökul við suðurjaðar Mýrdalsjökuls. Seinni partinn á þriðjudag jókst leiðni í Múlakvísl og náði leiðnin hámarki um klukkan 6 að morgni fimmtudags. Engin greinileg merki voru um aukinn óróa samfara þessum leiðnipúlsi og vatn hækkaði aldrei neitt verulega, en nokkuð öruggt er þó að vatn hefur lekið frá kötlunum á þessum tíma.

Steinunn S. Jakobsdóttir