Alls voru staðsettir 205 skjálftar í vikunni. Nokkuð lífleg virkni var á Reykjaneshrygg, en þar mældust 25 skjálftar, allflestir í hrinum 3. og 4. ágúst. Stærstu skjálftarnir (upp að 3.7 Ml) urðu á því svæði. Einn skjálfti (Ml 2.1) varð við Heklu þann 4. ágúst, sá var stakur og ekki þótti benda til yfirvonandi goss.
Suðurland
Á Suðurlandi mældust um 36 skjálftar, og var virknin dreifð nokkuð jafnt yfir vikuna. Aðeins þrír þeirra voru yfir Ml 1 að stærð. Stærsti skjálftinn (Ml 1.75) varð við Ölkelduháls á Hellisheiði. Tíu skjálftar voru staðsettir í þyrpingu um 1.5 km norður af Nesjavallavirkjun.
Reykjanesskagi
Við Kleifarvatn mældust 29 skjálftar, þar af 19 þann 3. ágúst. Sex skjálftanna voru yfir 1.5 Ml, og sá stærsti var 2.9 Ml. Allir af stærri skjálftunum urðu í þyrpingu við austurströnd vatnsins.
Fjörleg virkni var á Reykjaneshrygg í hrinum 3. og 4. ágúst með alls 25 skjálfta. Tveir skjálftar voru yfir Ml 3 (3.2 og 3.7), og þrír yfir Ml 2 (2.4, 2.5 og 2.7)
Norðurland
Alls mældust 35 skjálftar á Norðurlandi, nokkuð jafnt dreifðir yfir vikuna. Þrír skjálftar (Ml 0.2-1.4) urðu í Þeystareykjum, tveir (Ml 1.2-1.3) í Kröflu, og einn lítill skjálfti (Ml 0.2) við Heilagdalsfjall suðaustan Mývatns. Mesta skjáftavirknin var í SA-NV stefnu af Öxarfirði; stærsti skjálftinn Ml 2.0.
Hálendið
Aðeins 6 skjálftar mældust í Vatnajökli. Þar af komu þrír í Bárðarbungu, hver á eftir öðrum að morgni 1. ágúst (Ml 1.2-2.1). Hinir skjálftarnir voru í Dyngjujökli, allir < Ml 1.0.
Á svæðinu í kringum Öskju taldi ég 19 skjálfta; þar af 4 í og við Öskjuvatnið (Ml 0.5-2.4) og 8 við Herðubreið og Herðubreiðartögl (Ml 0.3-1.1). Hinir skjálftarnir voru litlir og nokkuð dreifðir um svæðið. Á Kárahnjúkasvæðinu varð aðeins einn lítill skjálfti (Ml 0.1).
Í Langjökli mældist einn skjálfti 7. ágúst (Geitlandsjökull, Ml 2.4). Þrír skjálftar að stærð Ml 1.8-1.9 urðu rétt sunnan við Blöndulón að kvöldi sama dags.
Skjálfti að stærð Ml 2.1 varð við Heklu (nánar tiltekið í Litlu-Heklu) kl 10:35 þann 4.ágúst. Skjálftinn var stakur og fylgdi honum enginn annar mælanlegur órói.
Einn skjálfti (Ml 1.5) var staðsettur í Nóngljúfri við Selfitafjall vestan Þjórsár.
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökull mældust 42 skjálftar (á bilinu ML 0.5-2.2), þar af 7 skjálftar við Goðabungu og 5 innan öskjunnar. Flestir skjálftarnir voru staðsettir í litlum skriðjökli í sunnanhluta Mýrdalsjökuls, samanber vikurnar á undan. Þessir skjálftar voru allir fremur litlir, eða < 0.5 Ml