Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110829 - 20110904, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 223 jarðskjálftar.

Suðurland

Einn skjálfti, 1,7 að stærð mældist á 16 km dýpi rétt norður af Heimaey klukkan 6:34 þann 31. ágúst. Sex skjálftar mældust á niðurdælingasvaæði við Húsmúla og rúmlega tveir tugir á Suðurlandsbrotabeltinu, allir litlir.

Reykjanesskagi

Tveir skjálftar mældust í sjó út af Reykjanesi. Rúmlega tuttugu skjálftar mældust við Kleyfarvatn. og þrír skjálftar mældust við Grindaskörð.

Norðurland

Fyrir norðan land mældust 23 skjálftar, þar af tveir um 400 km NNA af Kolbeinsey. Einn skjálfti mældist undir miðjum Eyjafirði. Þrír skjálftar mældust við Kröfluvirkjun, einn við Þeistareiki og einn nærri Reykjahlíð.

Hálendið

Í nágrenni Herðurbreiðar mældust 15 skjálftar og tveir við Hlaupfell norður af Upptyppingum. Þrír skjáfltar mældust við Kistufell og einn í Kverkfjöllum.

Mýrdalsjökull

Undir Kötlu og næsta nágrenni mældust 59 jarðskjálftar. Sá stærsti varð klukkan 18:44 þann fyrsta septermber, 3,1 að stærð. Við Hafursárjökul mældust 15 skjálftar og undir Goðalandsjökli 15 skjálftar. Við Torfajökul mældust 8 skjálftar.

Einar Kjartansson