Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110905 - 20110911, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 730 skjálftar í vikunni.
Í vikunni varð lítið hlaup í Múlakvísl og einnig urðu mjög margir skjálftar við Húsmúla á Hellisheiði vegna niðurdælingar vatns á svæðinu, en það er gert í tengslum við virkjunarfræmkvæmdir á svæðinu.
Einnig varð lítið hlaup úr Grænalóni við Skeiðarárjökul þann 5. september.

Suðurland

Tiltölulega rólegt var á Suðurlandi ef frá er talinn Hellisheiði, en niðurdæling vatns við Húsmúla olli töluverðum fjölda skjálfta á því svæði, en alls voru staðsettir þar 332 skjálftar. Stærstu skjálftarnir á svæðinu voru að stærðinni Ml 2,5.

Reykjanesskagi

Mest var virknin í og við Kleifarvatn, en þar mældist 91 skjálfti í vikunni. Stærstu skjálftarnir þar eru um Ml 2,5.

Norðurland

Tiltölulega rólegt var fyrir norðan, en rúmlega 30 skjálftar mældust og þeir stærstu voru Ml 2,1.

Hálendið

Fáeinir skjálftar voru staðsettir við Öskju og norðan Upptyppinga. Undir NV-hlíðum Bæjarfjalls mældust 5 smáskjálftar. Í Mældust 6 skjálftar, þar af tveir í Skeiðarárjökli í kjölfars lítils hlaups úr Grænalóni.

Mýrdalsjökull

Alls voru staðsettir 213 skjálftar í Mýrdalsjökli í vikunni. Þann 6. september varð lítið hlaup í Múlakvísl. Stærsti skjálftinn í Mýrdalsjökli mældist Ml 3,2. Hægt er að fylgjast með skjálftavirkninni í Mýrdalsjökli á línuritum.

Hjörleifur Sveinbjörnsson