Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110912 - 20110918, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir þúsund jarðskjálftar mældust í vikunni, langflestir með upptök á Hellisheiði. Orkuveita Reykjavíkur jók niðurrennsli við Húsmúla sem olli smáskjálftavirkni. Holur eru boraðar til að skila vatni frá Hellisheiðarvirkjun aftur ofan í jarðlögin. Vatnið virkar þá eins og smurning og dregur þá úr viðnámi í berginu sem getur þá komið á hreyfingu með tilheyrandi smáskjálftum (úr fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur 13. september). Heldur dró úr virkni í Mýrdalsjökli, en þó mældust um 100 jarðskjálftar þar.

Reykjanesskagi og -hryggur

Fimm jarðskjálftar voru staðsettir út á hrygg í vikunni, allir innan við 2,5 stig. Á Reykjanesskaga var lítið um skjálfta. Tólf smáskjálftar mældust, aðallega undir Sveifluhálsi og Trölladyngju, vestan Kleifarvatns.

Suðurland

Við Húsmúla á Hellisheiði mældust mörg hundruð smáskjálftar sem urðu vegna niðurdælingar vatns við Hellisheiðarvirkjun. Flestir voru um og innan við einn að stærð en nokkrir mældust í kringum 2,5 stig.
Fáir skjálftar áttu upptök á Suðurlandsundirlendinu og voru litlir og dreifðir.

Mýrdalsjökull

Um hundrað skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, flestir í öskjunni. Stærstu voru hátt í þrjú stig. Á Torfajökulssvæðinu mældust þrír skjálftar, stærsti rúmlega tveir.

Hálendið

Lítil jarðskjálftavirkni var á hálendinu. Aðeins þrír skjálftar voru staðsettir undir Vatnajökli, einn við Hamarinn og tveir við Kverkfjöll. Þeir voru allir innan við tvö stig að stærð. Einn skjálfti var staðsettur við Geitlandsjökul í Langjökli, um einn að stærð.
Norðan Vatnajökuls mældust innan við tuttugu skjálftar, flestir við Hlaupfell. Stærstu voru um 1,5 stig.

Norðurland

Mesta skjálftavirknin norðan við land var í Öxarfirði. Þar mældust um 30 skjálftar, stærstu um 2,5 stig. Aðrir voru dreifðir um misgengi brotabeltisins og stærstu aðeins rúmlega tvö stig. Nokkrir smáskjálftar mældust á Kröflu- og Þeistareykjasvæðinu.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir