| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20110919 - 20110925, vika 38

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Yfir 750 jarðskjálftar voru staðsettir sjálfvirkt í vikunni. Búið er að yfirfara um 450 staðsetningar. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -0,7 til 3,4. Alls mældust 10 jarðskjálftar af stærð um eða yfir 2,5. Sá stærsti varð kl. 15:22:46 þann 23. september með upptök ~2,0 km N af Hellisheiðarvirkjun.
Suðurland
Við Húsmúla á Hellisheiði mældust nokkrir hundruð smáskjálftar sem urðu vegna niðurdælingar vatns við Hellisheiðarvirkjun. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var af stærðnni 3,4, kl. 15:22:46 þann 23. september með upptök ~2,0 km N af Hellisheiðarvirkjun. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar.
Á Suðurlandsundirlendinu mældust 37 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,6 til 1,6, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga mældust um 14 jarðskjálftar. Sá stærsti var af stærðinni Ml 1,4 á ríflega 9,4 km dýpi.
Norðurland
Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 37 jarðskjálftar. Rúmlega 15 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði.
Jarðskjálfti af stærðinni 2,4 varð kl. 01:03:27 þann 23. september með upptök 10 km NA af Varmahlíð. Sá jarðskjálfti fannst í nágrenni við upptökusvæðið.
Hálendið
Tæplega 23 jarðskjálftar mældust við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl á stærðarbilinu Ml -0,2 til 1,5.
Mýrdalsjökull
Í 38. viku mældust 92 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml 0,3 til 3,0. Flestir voru innan öskjunnar.
Matthew J. Roberts