Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111003 - 20111009, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 1500 jarðskjálftar voru staðsettir sjálfvirkt í vikunni, lang flestir við Hellisheiðarvirkjun. Búið er að yfirfara 622 (alla með gæði stærri en 40). Af yfirförnum skjálftum var rúmlega helmingurinn við Hellisheiðarvirkjun einnig var mikil virkni í Mýrdalsjökli. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinn Ml -0.7 til 3.7. Alls mældust 13 skjálftar stærri en 2.5 sá stærsti um Ml 4 varð kl. 04:11:51 þann fimmta október með upptök undir Mýrdalsjökli. Að minnsta kosti þrír skjálftar með upptök við Hellisheiðarvirkjun fundust í Hveragerði.

Suðurland

Ef frá er talið Hengilssvæðið mældust 24 skjálftar á Suðurlandi allir á bilinu Ml -0,7 til 1,1. Lang mest virkni mældist hins vegar við Hellisheiðarvirkjun í vikunni. Vel yfir 1200 skjálftar voru staðsettir sjálfvirkt. Yfirfarnir voru skjálftar með gæði yfir 50 og voru þeir 320 á stærðarbilinu Ml -0,7 til 3,2, meðal dýpi skjálftanna var rúmlega 4 km. Tilkynnt var um að þrír skjálftar hefðu fundist í Hveragerði tvisvar 7. Oktober og einu sinni 8. Október. Stærsti skjálftinn í hrinunni var kl 23:04:14 þann 8. Október með upptök á 2.8 km dýpi, 3 km norður af Hellisheiðarvirkjun. Þessi mikla virkni tengist niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun.

Reykjanesskagi

Fjórir skjálftar mældust nálægt Kleifarvatni sá stærsti Ml 1,6.

Norðurland

19 sjálftar mældust á Norðurlandi, þara af 7 nálægt Húsavík.

Hálendið

Norðan Vatnajökuls mældust 32 skjálftar, flestir rétt austan við Herðubreið á 6-10 km dýpi en einnig voru nokkrir skjálftar undir Hlaupfelli. Í Vatnajökli mældust 9 jarðskjálftar flestir við Hamarinn. Ein skjálfti mældist í Öræfajökli af stærðinni Ml 1,1.

Mýrdalsjökull

Upp úr kl. 2:50 þann 5. október hófst snörp skjálftahrina í Mýrdalsjökli og rúmri klukkustund síðar varð önnur og svo þriðja hrinan heldur minni fylgdi fljótleg í kjöfarið. Skjálftahrinurnar voru í norð-austanverðri Kötluöskjunni rétt sunnan við Austmannsbungu. stærsti skjálftinn varð kl. 04:11:51 og mældist um Ml 4. Alls mældust 7 sjálftar Ml 3 eða stærri og nokkrir rétt undir 3. Skjálftarnir mældust allir á dýpinu 0-5 km.

Benedikt G. Ófeigsson