Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111114 - 20111120, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 434 skjálftar, en þar af varð um helmingur skjálftanna aðfaranótt fimmtudagsins 17. nóvember og mældust þeir allir á Hengilssvæðinu. Að öðru leyti var virknin nokkuð svipuð því sem hún hefur verið í haust.

Suðurland

Í heldina mældust um 350 skjálftar, en af þeim urðu 238 skjálftar við Húsmúla. Aðeins um 20 skjálftar mældust á öðrum stöðum. Stærstu skjálftarnir voru um Ml 2,5 stig að stærð.

Reykjanesskagi

Aðeins þrír smáskjálftar mældust á Reykjanesskaga og tveir skjálftar urðu rétt utan við Reykjanestá.

Norðurland

Fyrir norðan landið mældust 33 skjálftar. Tveir skjálftar mældust á Flateyjarskaga, þrír skjálftar í Bæjarfjalli og einn skjálfti við Kröflu. Allt voru þetta smáir skjálftar, en þeir stærstu voru aðeins um Ml 2 að stærð.

Hálendið

Í námunda við Herðubreið og Upptyppinga mældust níu skjálftar og tveir skjálftar mældust við Öskju. Einn skjálfti mældist í Ódáðahrauni. Í Vatnajökli mældust fjórir skjálftar. Rétt norðan við Geitlandsjökul mældust þrír skjálftar. Einn skjálfti mældist skammt frá Brennisteinsöldu.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 70 skjálftar mældust í og við Mýrdalsjökul, þar af voru rúmlega 50 innan Kötluöskjunnar.

Hjörleifur Sveinbjörnsson