![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Við Húsmúla á Hellisheiði mældust 95 smáskjálftar (Ml frá -0,4 til 1,2), meirihluti þeirra varð milli 23. og 25. nóvember. Annars staðar á Suðurlandi var skjálftavirkni óveruleg.
Á Reykjanesi mældust 26 skjálftar (Ml frá -0,1 til 2,5), þar af meirihlutinn í hrinu við Selsvallaháls þann 27. nóvember. Þetta er nokkuð meiri virkni en hefur verið undanfarnar vikur. Fimm skjálftar urðu út á Reykjaneshrygg, suðvestan við Reykjanestá (Ml 1,2-2,2).
Hrina af u.þ.b. 80 skjálftum varð við Grímsey 24.-25. nóvember, þar af stærsti skjálfti vikunnar Ml 3,1. Annars staðar á Norðurlandi var ekki mikil skjálftavirkni. Þrír skjálftar urðu úti fyrir Eyjafirði, fjórir í Skjálfanda, og fjórir í Öxárfirði. Þetta voru allt fremur smáir skjáltar, undir Ml 1,5. Einn skjálfti varð við Kröflu (Ml 0,7).
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 9 smáir skjáltar (Ml frá -0,7 til 1,4), þar af fjórir við Öskjuvatnið. Enn var rólegt í Vatnajökli. Þar mældust stakir skjálftar, þar af einn í Kverkfjöllum (Ml 1,1), einn við Kistufell (Ml 1,3), einn á Lokahrygg (Ml 1,4), og einn norðan við Bárðarbungu (Ml 0,9). Tveir litlir skjálftar urðu norðan við Torfajökul (< Ml 1).
Alls mældust 56 skjálftar í Mýrdalsjökli (Ml 0-2,3), og var virknin dreifð nokkuð jafnt yfir vikuna. Um helmingur skjálftanna varð innan öskjunnar, og hinn helmingur við Goðabungu. Stærstu skjálftarnir urðu við austurbrún öskjunnar. Aðeins fimm skjálfar urðu við Hafursárjökul. Einn smáskjálfti (Ml 0,6) varð í norðanverðum Eyjafjallajökli.