Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111128 - 20111204, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 500 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í vikunni með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar. Mesta virknin var við Húsmúla á Hellisheiði og stærsti skjálfti vikunnar, 3,2, varð á föstudagskvöldið í Vaglafjalli austan Akureyrar.

Suðurland

Rúmlega 250 skjálftar voru staðsettir við Húsmúla á Hellisheiði og eru þeir eins og fyrri vikur vegna niðurdælingar Orkuveitunnar á affallsvatni. Níu smáskjálftar mældust í Þrengslum í Ölfusi og sex á Kross-sprungunni. Nokkrir smáskjálftar mældust auk þess á sprungum á Suðurlandsundirlendinu. 

Reykjanesskagi

Um hádegisbil á laugardegi hófst jarðskjálftahrina undir Kleifarvatni og stóð hún fram á miðjan dag. Stærsti skjálftinn, 2,3 stig, varð klukkan 14:41 og alls mældust 38 skjálftar. Að öðru leyti var fremur rólegt á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg mældust einungis fjórir skjálftar.

Norðurland

Nokkuð rólegt var á norðanverðu landinu en þar mældust 20 skjálftar sem dreifðust í tíma og rúmi. Klukkan 19:22 á föstudagskvöldið varð skjálfti í Vaglafjalli um það bil 14 kílómetrum austan Akureyrar. Hann var rúmlega þrjú stig og fannst á Akureyri. Fjórir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, einn fjórum mínútum eftir þann fyrsta, annar tíu mínútum síðar og tveir um það bil klukkutíma eftir þann fyrsta. Þetta er fremur óvenjuleg staðsetning en skjálftar á þessum slóðum verða mun norðar en þessir þ.e. á Flateyjarskaganum.

Hálendið

Fjórtán skjálftar mældust í Vatnajökli, flestir í norðvestanverðum jöklinum. Stærsti skjálftinn var 1,5 stig. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust 30 smáskjálftar, nokkrir við Öskju, rúmur tugur við Herðubreiðartögl og tæpur tugur við Hlaupfell. Einn smáskjálfti mældist við Kröflu.

Mýrdalsjökull

Tæplega 80 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli þar af rúmlega 50 sem dreifðust innan öskjunnar. Stærsti skjálftinn í jöklinum var 1,8 stig og varð hann nálægt sigkatli númer 11 í austurjaðri öskjunnar. Fjórir smáskjálftar urðu við Hafursárjökul og nokkrir í vestanverðum jöklinum og á Fimmvörðuhálsi. Þrír smáskjálftar mældust í norðanverðum Eyjafjallajökli og einn sunnan öskjunnar. Á Torfajökulssvæðinu mældust 14 skjálftar sá stærsti 1,3 stig. 

Sigþrúður Ármannsdóttir