Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111205 - 20111211, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 390 jarðskjálftar í vikunni, þar af um þriðjungur við Húsmúla og tæpur þriðjungur undir Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir, af stærð Ml 2,5, mældust um átta kílometrum norðvestur af Gjögurtá aðfaranótt fimmtudagsins 8. desember.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendi mældust þrír smáskjálftar og sex við Ingólfsfjall. Átta smáskjálftar mældust á Krosssprungunni, einn við Geitarfell og tveir við Hengil. Við Húsmúla voru staðsettir 128 skjálftar, allir undir Ml 2 að stærð.

Reykjanesskagi

Fjórir jarðskjálftar mældust vestan við Kleifarvatn og einn austan við Brennisteinsháls. Þrír skjálftar mældust austan Bláfjalla. Enginn skjálftanna náði stærð Ml 1.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust alls 58 jarðskjálftar. Um tveir tugir skjálfta mældust norðvestur af Gjögurtá dagana 6.-8. desember þar sem stærsti skjálftinn mældist Ml 2,5 og 7.-8. desember mældust einnig um 20 skjálftar í Öxarfirði, sá stærsti Ml 2. Einn skjálfti mældist við Þeistareyki og annar við Vaglafjall.

Hálendið

Við Öskju mældust sjö jarðskjálftar í vikunni, einn við Herðubreið og einn norðan við Herðubreiðarfjöll. Skjálftarnir voru allir undir Ml 2 að stærð. Fimm jarðskjálftar mældust við Kistufell, tveir austan við Bárðarbungu og tveir við Lokahrygg. Við Torfajökul voru staðsettir 36 jarðskjálftar, þeir stærstu af stærð Ml 1,4. Skjálftarnir komu fæstir fram í sjálfvirku úrvinnslunni og er mjög erfitt að staðsetja þá nákvæmlega.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 117 skjálftar í vikunni og voru þeir á stærðarbilinu Ml -1 - Ml 2. Flestir lenda skjálftarnir á fjórum svæðum, ofan við Tungnakvíslarjökul, suðvestan í Goðabungu, vestan til í Kötluöskjunni, nálægt kötlum 3-6 og í suðurhluta öskjunnar, við ketil 16. Skjálftarnir suðvestan í Goðabungu lenda á um fimm kílómetra dýpi, en almennt staðsetjast skjálftarnir grynnra. [Kort af Mýrdalsjökli]

Steinunn S. Jakobsdóttir