Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111212 - 20111218, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru staðsettir 415 jarðskjálftar í vikunni þar af voru um 240 við Húsmúla og um 90 í Mýrdalsjökli. stærsti skjálftinn mældist um kl. 8 þann 14. Desember, um 90 km norður af Kolbeinsey og var af stærð M 3.

Suðurland

Ef frá er talið Hengilssvæðið mældust 13 skjálftar á Suðurðlandi. Mesta virknin á Suðurlandi var við Húsmúla norðan við hellisheiðarvirkjun. þar mældust yfir 230 skjálftar megnið af virkninnni var í einni hrinu Laugardaginn 17. Desember. Flestir skjálftarnir litlir minni en M 1 en þó voru nokkir yfir 2, sá stærsti um Ml 2.3. þessi virkni er áframhald skjálftavirkni sem hefur verið viðvarandi á svæðinu í haust og tengist niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun.

Reykjanesskagi

á Reykjanesi mældust 16 skjáftar flestir í nágreni við Kleifarvatn.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust 30 skjálftar þar af 11 í Axarfirði. Einnig mældust tveir skjálftar um 90 km norðan við Kolbeinsey báðir um Ml 3 að stærð.

Hálendið

á halendinu mældust 14 skjálftar þar af 2 við Kverkfjöll og 12 í grend við Dyngjufjöll og Herðubreið.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 92 jarðskjálftar flesti inni í Kötluöskjunni. stærsti skjálftinn var Ml 2.4. Skjálftavirknin var að mestu á þrem vel afmörkuðum stöðum innan Öskunnar. Einnig mældust nokkrir skjálftar vestan öskjunnar.

Benedikt G. Ofeigsson