Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120116 - 20120122, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Skjálftavirkni var með svipuðum hætti og undanfarið, en alls mældust 223 skjálftar í vikunni. Mest var virknin við Hellisheiðarvirkjun, en þar mældust 116 skjálftar, þar af mældust 55 skjálftar þann 18. janúar. Lang flestir skjálftanna eru á stærðarbilinu 0-1, en stærsti skjálftinn mældist 2 að stærð.
Einn skjálfti mældist við Heklu þann 21. janúar klukkan 17:53. Skjálftinn var 0,8 að stærð. GPS- og þenslumælingar sýndu ekki neinar breytingar við Heklu á þessum tíma

Suðurland

Í heildina mældust 135 skjálftar á Suðurlandi, en af þeim urðu 116 skjálftar við Húsmúla. Allt voru þetta mjög litlir skjálftar, en stærstu skjálftarnir voru um 2 að stærð.

Reykjanesskagi

Við Kleyfarvatn mældust 10 skjálftar og tveir rétt vestan við Fagradalsfjall. Rétt vestan við Eldey á Reykjaneshrygg mældust 7 skjálftar.

Norðurland

Fremur rólegt var á Norðurlandi, en aðeins 23 skjálftar mældust. Allt voru þetta fremur smáir skjálftar, en stærsti skjálftinn mældist 2,3 að stærð.

Hálendið

Í og við Langjökul mældust 4 skjálftar. Tveir þeirra mældust rétt norðan við Geitlandsjökul, einn rétt vestan við Skriðufell og sá fjórði mældist við Langafell, rétt suður af Langjökli.
Á svæðinu við Herðubreið og Öskju mældust alls 13 skjálftar. Þar af mældust 5 skjálftar nyrst í Herðubreiðartöglum og 4 skjálftar rétt norðan við Herðubreið.
Einn skjálfti mældist við Löðmund, einn við Heklu og einn við Fremri Vatnafjöll.

Vatnajökull

Í Vatnajökli mældust skjálftar víða, en virknin var þó ekki mikil. Alls mældust 10 skjálftar og var stærsti skjálftinn 2,2 stig að stærð.

Mýrdalsjökull

Aðeins 16 skjálftar mældust í og við Mýrdalsjökul. Þar af voru 5 skjálftar í Tungnakvíslarjökli. Innan Kötluöskjunnar mældust 6 skjálftar. Einn skjálfti mældist rétt suður af Mýrdalsjökli.

Hjörleifur Sveinbjörnsson