Í vikunni voru staðsettir 180 skjálftar með SIL kerfi Veðurstofu Íslands, þar af um 50 í Mýrdalsjökli, og 50 við Grímsey. Tveir stærstu skjálftarnir í vikunni (Ml 2.7) voru á sömu svæðum. Einn skjálfti varð í Heklu að kvöldi 15. febrúar (Ml 1.1).
Suðurland
Einn skjálfti að stærð Ml 1.1 varð í vesturhlíð Heklu að kvöldi 15. febrúar. Enginn annar mælanlegur órói fylgdi í kjölfarið.
Fremur rólegt var á Hengilssvæðinu með alls 24 skjálfta. Allir skjálftarnir voru < Ml 1.0 að stærð. Örfáir smáskjálftar (< Ml 1.0) mældust á Suðurlandsundirlendinu.
Reykjanesskagi
Rólegt var á Reykjanesi, eða aðeins 5 skjálftar í, og við Kleifarvatn (Ml 1.0-1.5). Engir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg
Norðurland
Ákáfasta skjálftavirkni vikunnar var við Grímsey. Alls mældust 50 skjálftar, þar á meðal sá stærsti (Ml 2.7). Flestir þeirra urðu í hrinum 14. og 16. febrúar. Tiltölulega fáir skjálftar mældust annarsstaðar á Norðurlandi.
Hálendið
Fremur rólegt var á hálendinu. Við Herðubreið mældust 5 skjálftar, Ml 0.7-2.5. Í Vatnajökli mældust aðeins 8 skjálftar, þar af 3 við Hamarinn (< Ml 1.1), 3 norðan við Bárðarbungu (< Ml 1.1), 1 í Kverkfjöllum (Ml 0.8), og 1 smáskjálfti í Skeiðarárjökli.
Í Torfajökli mældust 4 smáir skjálftar,
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökli mældust 48 skjálftar (Ml 0-2.7), virknin var mest innan öskjunnar. Um 10 skjálftar voru staðsettir í þyrpingu við vesturbrún öskunnar, þar á meðal stærsti skjálfti vikunnar (Ml 2.7). Um 7 skjálftar urðu við Goðabungu, og 4 við Hafursárjökul. Virknin var nokkuð jafnt dreifð yfir vikuna.