Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120312 - 20120318, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Innan við tvö hundruð skjálftar mældust í vikunni. Helstu atburðir voru litlar skjálftahrinur við Árnes og út á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetra frá landi. Stærstu skjálftarnir voru um 2,5 stig.

Reykjaneshryggur og -skagi

Yfir 30 jarðskjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, við Geirfuglasker og -drang. Stærstu voru um 2,5 stig. Á Reykjanesskaga urðu aðeins ellefu skjálftar, flestir eða sjö við Núpshlíðarháls. Stærstu skjálftarnir voru innan við tvö stig.

Suðurland

Þrettán smáskjálftar mældust við Húsmúla á Hengilssvæðinu. Nokkrir smáskjálftar mældust á suðurhluta Krosssprungunnar, við Raufarhólshelli og austan við Hengilinn.
Á fimmtudaginn, 15. mars, varð skjálftahrina rétt norðaustur af Árnesi. Stærsti skjálftinn, um 2,5 stig, fannst á Leirubakka í Landssveit. Ellefu skjálftar mældust í hrinunni og tveir skjálftar á sama stað dagana á eftir. Nokkrir smáskjálftar mældust annars staðar á Suðurlandsundirlendinu.

Mýrdalsjökull

Um 30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli. Um helmingur var með upptök innan Kötluöskju, en aðrir undir vestanverðum jöklinum og við Hafursárjökul, sunnan öskjunnar. Stærstu skjálftarnir voru um tvö stig.
Fjórir smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, allir innan við tvö stig.

Norðurland

Þrjátíu skjálftar mældust í Tjörnesbrotabeltinu. Þeir voru dreifðir um beltið og allir innan við tvö stig að stærð. Einn smáskjálfti mældist á Þeistareykjasvæðinu.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust um 15 skjálftar. Flestir áttu upptök við Kistufell og þar varð sá stærsti, 2,1 stig. Skjálftar mældust einnig við Lokahrygg, Kverkfjöll, Bárðarbungu, Grímsvötn og vestan við Esjufjöll.
Aðeins sjö skjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls. Upptök þeirra voru austan við Öskju, við Herðubreið og undir norðurenda Herðubreiðartagla. Þeir voru allir innan við 1,5 að stærð.
Einn skjálfti, 1,4 stig, átti upptök undir norðanverðum Hofsjökli og einn norðaustan við Veiðivötn, 0,4 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir