Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120326 - 20120401, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var tiltölulega róleg, en alls mældust 136 skjálftar. Ekki voru neinir stórir skjálftar í vikunni, en stærstu skjálftarnir voru rétt um 2,5 stig að stærð. Flestir skjálftanna mældust í og við Mýrdalsjökul, alls 26, þar af mældust 13 þeirra innan Kötlu öskjunnar. Á námunda við Húsmúla á Hengilssvæðinu mældust 15 skjálftar og 14 við Kleifarvatn.

Suðurland

Frekar fáir skjálftar mældust og stærstu skjálftarnir voru aðeins um 1,5 að stærð. Flestir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu eða 18 talsins og 12 skjálftar í Ölfusi og nágrenni.

Reykjanesskagi

Í námunda við Kleifarvatn mældust 13 skjálftar og fjórir skjálftar mældust út á Reykjaneshryggnum. Stærsti skjálftinn mældist um 240 km SV af Reykjanestá og var hann 2,4 stig að stærð.

Norðurland

Alls mældust 36 skjálftar. Mest var virknin við um 9 km NV við Gjögurtá, en þar mældust 13 skjálftar.

Hálendið

Einn skjálfti mældist rétt SV við Sandvatn og einn skjálfti í Hofsjökli. Sex skjálftar mældust í Vatnajökli og þrír skjálftar ¿étt norður af Kistufelli. Fjórir skjálftar mældust í Öskju.

Mýrdalsjökull

Alls mældust 26 skjálftar í Mýrdalsjökli og nágrenni og voru 13 þeirra innan Kötlu öskjunnar. Sex skjálftar mældust við Goðabungu og sex skjálftar við Hafursárjökul. Einn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli.

Virkni vikunnar eftir dögum

Mánudagurinn 26. mars.
Mjög slæmt veður setti mark sitt á næmni kerfisins, en aðeins 11 skjálftar mældust. Engin skjálfti mældist frá hádegi til miðnættis.
Þriðjudagurinn 27. mars.
Það mældust 13 skjálftar, þar af mældust 5 skjálftar rúma 25 km NNA af Siglufirði.
Miðvikudagurinn 28. mars.
Alls mældust 18 skjálftar. Mest var virknin í námunda við Krýsuvík, en þar mældust 8 skjálfar.
Fimmtudagurinn 29. mars, kl. 15:40
Alls mældust 26 skjálftar. Mest var virknin verið skammt frá Gjögurtá, en þar mældust 12 skjálftar.
Föstudagurinn 30. mars, kl. 17:00
Það mældust 17 skjálftar, þar af mældust 8 skjálftar í Mýrdalsjökli.
Laugardagurinn 31. mars, kl. 13:00
Alls mældust 29 skjálftar og var virknin nokkuð jafn dreifð yfir helstu skjálftasvæðin allt frá Reykjaneshrygg og að Grímsey. Sunnudagurinn 1. Apríl
Alls mældust 22 skjálftar, þar af mældust um helmingur skjálftanna skammt frá Hellisheiðarvirkjun.

Hjörleifur Sveinbjörnsson