Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120409 - 20120415, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 130 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir (um 22%) við Húsmúla á Hellisheiði. Skjálftarnir sem mældust á landinu og umhverfis það voru af stærðinni Ml -0,7 til 2,8. Alls mældust sex jarðskjálftar af stærð um eða yfir 2,0. Sá stærsti varð kl. 17:47:30 þann 11. apríl með upptök um 15 km NNA af Eldeyjarboða á Reykjaneshryggur.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust 16 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,4 til 1,4, flestir með upptök á sprungunum frá 2008.

Við Húsmúla á Hellisheiði mældust yfir 20 smáskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var af stærðnni 1,4, kl. 14:56:37 með upptök 2,6 km NA af Hellisheiðarvirkjun.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um 18 jarðskjálftar. Sá stærsti var af stærðinni Ml 0,6 á ríflega 4 km dýpi.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 26 jarðskjálftar. Rúmlega 12 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði.

Hálendið

Í 15. viku mældust 17 jarðskjálftar undir norðvesturhluta Vatnajökuls. Skjálftarnir voru af stærðinni Ml 0,2 til 2,1.

Mýrdalsjökull

Í 15. viku mældust 18 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml 0 til 1,8. Flestir skjálftarnir voru innan Kötluöskjunnar.

Matthew J. Roberts