Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120528 - 20120603, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 200 jarðskjálftar mældust vikuna 28. maí til 3. júní. Allir voru innan við Ml 3 að stærð. Mest var skjálftavirkni fyrir norðan land. Ein smáhrina varð sunnan í Þórisjökli um helgina.

Reykjaneshryggur og -skagi

Nokkrir jarðskjálftar mældust út á hrygg, allir innan við Ml 3 að stærð. Skjálftavirkni á Reykjanesskaga var lítil og dreifð. Rúmlega tugur skjálfta mældist, allir innan við Ml 1,5 að stærð.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu og í Ölfusi mældust nokkrir smáskjálftar, allir innan við einn að stærð. Á Suðurlandsundirlendi mældust nokkrir smáskjálftar á þekktum sprungum, stærsti rúmlega Ml 1.

Mýrdalsjökull

Innan við tuttugu skjálftar mældust innan Kötluöskju í vikunni. Rúmur helmingur átti upptök við sigketil nr. 6, en þeir urðu allir 28. maí og voru innan við Ml 1,5. Í vesturjöklinum mældist innan við tugur smáskjálfta og einnig við Hafursárjökul sunnan Kötlu.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust aðeins sex jarðskjálftar, dreifðir undir norðvesturjöklinum. Norðan við Vatnajökul var mesta virknin við Herðubreið eins og undanfarnar vikur. Þar mældust yfir tuttugu smáskjálftar. Tveir smáskjálftar áttu upptök undir Herðubreiðartöglum og nokkrir við Öskju.
Í vestara gosbeltinu, sunnan undir Þórisjökli, varð hrina smáskjálfta frá kvöldi 2. júní fram á morgun 3. júní. Þeir voru um og innan við Ml 1,5 að stærð. Yfir 20 skjálftar mældust.
Tveir smáskjálftar mældust undir Geitlandsjökli og einn við Högnhöfða.

Norðurland

Flestir jarðskjálftar vikunnar áttu upptök norðan við land í Tjörnesbrotabeltinu. Yfir 70 skjálftar mældust, allir innan við Ml 2 að stærð. Flestir urðu í Öxarfirði, en einnig voru virk svæði í kringum Grímsey, á Skjálfanda og úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Einn smáskjálfti mældist við Mývatn.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir